Mynd: Svavar Guðmundsson

Hefur þú verið að velta því fyrir þér að taka upp vistvænni lífsstíl?

En af því að þú veist ekki hvernig á að byrja og tilhugsunin vex þér kannski í augum, þá bara upp hættirðu alltaf við að gera eitthvað í málinu og heldur áfram á þinni braut.

Kannski ertu komin af stað í átt að vistvænni lífsstíl en langar að gera meira.

Hvort sem sem þú ert ekki byrjuð/byrjaður í vegferðinni þá geta eftirfarandi ráð vonandi hjálpað þér til að taka næstu skref.

Algengar afsakanir fyrir því að taka ekki fyrsta skrefið eru t.d. þetta er allt of mikið vesen, maður verður nú að vera til, ég er lífsnautna manneskja, hvað get ég svo sem gert sem hefur áhrif á stóru myndina og svo mætti lengi halda áfram.

Þú sérð fyrir þér að þetta sé alltof mikið vesen og þú getir örugglega aldrei gert þetta almennilega. En það er ekki svo vegna þess að hægt er að byrja bara smátt, taka eitt skerf í einu og þá verður það leikur einn að verða meistari í vistvænum lífsstíl. 

Hér eru nokkrar einfaldar og litlar breytingar sem þú getur gert á daglegu lífi þínu sem hjálp þér í átt að vistvænni lífsstíl.

Hættu að nota svona mikið af plasti

Það er alltof mikið af plasti alls staðar og það sem verra er að tekur mjög langan tíma að eyðast í náttúrunni. Á venjulegum degi erum við umvafinn plasti ef við gætum ekki að okkur.
Það er í flestum tilfellum mjög auðvelt að minnka plastnotkun með því að skipta því út fyrir gler eða önnur náttúruleg efni. Á vefnum Áttavitinn má finna góðar ábendingar og hugmyndir um það hvernig við getum minnkað plastnotkun í daglegu lífi.

Notaðu minna af pappír og endurnotaðu

Raunveruleikinn sem við búum við í dag reiðir sig á tölvur og stafræna tækni. Það er því auðvelt að fara í gegnum daginn án þess að nota minnisbók eða jafnvel pappírsnepil. Langflestir Íslendingar eru með snjallsíma sem bjóða upp á óendanlega möguleika í því tilliti að geta auðveldlega sleppt pappírsnotkun í daglegu amstri, það er hreinlega allt í þessum símum okkar. Því minni pappír sem þú notar, því minni pappír þarf að framleiða og því færri tré þarf að fella. Ef það er nauðsynlegt fyrir þig að nota pappír í starfi þínu eða í skóla, geturðu samt lagt þitt af mörkum með því velja endurunninn pappír. Það þarf mun minni orku við að endurvinna pappír heldur en að búa hann til frá grunni.

Hættum að nota bómullaskífur

Það er mjög einfalt að skipta út bómullarskífum, svona eins og konur nota til að þrífa farðann framan úr sér, fyrir margnota skífur. Það er t.d. hægt að hekla þær, hér má finna uppskrift, eða búa þær til úr gömlum handklæðum eða bómullarefni, hér má sjá leiðbeiningar. Það er líka hægt að kaupa þær í mörgum heilsuvörubúðum. Þessar skífur getur þú notað aftur og aftur og minnkar þannig ruslið.

Notaðu klúta frekar en eldhúspappír

Í stað þess að kaupa tugi rúlla af eldhúspappír hverju á ári getur þú skipt algjörlega yfir í tuskur eða klúta. Góð hugmynd er að búa til sína eigin klúta úr gömlum stuttermabolum, handklæðum eða öðru efni sem dregur vel í sig, hér má sjá leiðbeiningar.

Þú bæði sparar peninga og verndar náttúruna með því að sleppa því að henda efninu. Um að gera að eiga nóg svo hægt sé að safna í heila vél og þvo þær allar á sama tíma. Notaðu, endurnýttu og endurtaktu!

Lækkaðu rafmagnsreikninginn

Það eru margar leiðir til að minnka raforkunotkun heima hjá þér. Eldhúsið er sá staður á heimilinu þar sem flest tækifærin felast í að minnka niður rafmagnsnotkun en það eru vissulega fleiri staðir á heimilinu sem vert er að skoða. Á vef Orku náttúrunnar má finna nokkur hagnýt ráð. Ef þú nýtir þér þessi ráð þá mun það leiða til lægri orkureikninga og þar af leiðandi meiri peninga í vasann til að nota í annað!  

Sparaðu bílinn

Hvernig væri að prófa að ferðast um á annan hátt en í einkabílnum. Einkabíllinn er einn mesti mengunarvaldurinn á Íslandi að minnsta kosti í höfuðborginni á háannatíma. Hjólaðu, farðu fótgangandi eða notaðu almenningssamgöngur þegar kostur er. Með því að ganga eða hjóla mun meira en þú gerir í dag hefurðu jákvæð áhrif á umhverfið og sjálfa/n þig. Góð hressandi hreyfing utandyra er allra meina bót eða svona næstum því.

Fáðu að láni og verslaðu notað

Maður þarf ekki að eiga alla skapaða hluti til þess að geta notið lífsins eða alltaf að kaupa nýtt. Það er nefnilega hægt að fá mjög margt að láni í stað þess að kaupa. Það getur marg borgað sig að fara í smá rannsóknarvinnu á netinu til að sjá hvort þú getur leigt það næst þegar þig vantar eitthvað sem þú notar ekki dags daglega.

Með því að kaupa notaða hluti minnkar þú sóun, þar sem þessir hlutir gætu annars auðveldlega endað á urðunarstað og sem betra er að þú sparar. Að lifa vistvænt þýðir ekki að þú þurfir að sætta þig við minna, margir hlutir sem þú finnur í verslun með notaðar vörur eru alveg eins góðir og upprunalega. 

Dragðu úr sóun vatns 

Vatn er ekki ótakmörkuð auðlind eða það er að minnsta kosti ekkert fast í hendi með það því er kjörið að leggja sitt af mörkum til að minnta sóun vatns.

Það er hægt að stytta morgunsturtuna eða hafðu minni kraft á vatnsbununni svo má líka skrúfa fyrir vatnið á meðan maður sápar sig. Þetta verður þess virði þegar þú færð næsta vatnsreikninginn og hann er verulega lægri en síðast. 

Er óþægileg tilhugsun að taka öll þessi skref á sama tíma?

Það er líka alger óþarfi að taka þau öll í einu eins og ég sagði áður, eitt skerf í einu færir þig nær markmiðinu. Þessi átta ráð eru langt frá því að vera tæmandi listi yfir það hvað hver og einn getur gert til þess að lifa vistvænna lífi en getur verið ágætis byrjun.

Gerðu þetta á að ári jákvæðra breytinga. Þegar þú gerir litlar umhverfisvænar breytingar í þínu daglega lífi leggur þú þitt lóð á vogarskálarnar sem getur skipt máli í stóra samhenginu þegar upp er staðið.

Að tileinka sér vistvænan lífsstíl þarf ekki að vera erfitt eða íþyngjandi. Það getur verið eins auðvelt og bara það að slökkva ljósið þegar þú yfirgefur herbergi, það eru nefnilega litlu hlutirnir sem telja.

Byrjaðu að lifa vistvænu lífi í dag og þú munt komast að þú getur sparað umtalsverðan pening til lengri tíma litið!