Fram­kvæmd­um við stækk­un varma­stöðvar við Hell­is­heiðar­virkj­un, sem fram­leiðir heitt vatn fyr­ir íbúa og fyr­ir­tæki á höfuðborg­ar­svæðinu, er lokið. Við það jókst af­kasta­geta henn­ar úr 600 l/​s í 925 l/​s, eða um ríf­lega 50%. Heild­ar­kostnaður við stækk­un­ina nem­ur um 1250 millj­ón­um króna.

Stækk­un þessi var upp­haf­lega ráðgerð árið 2023 en var flýtt sök­um tals­verðrar aukn­ing­ar á notk­un heits vatns á höfuðborg­ar­svæðinu um­fram lang­tímaspár.  Helstu ástæður aukn­ing­ar­inn­ar eru fjölg­un íbúa og ferðamanna, mik­il upp­bygg­ing hús­næðis, þ.m.t. hót­el­bygg­inga sem nota mikið heitt vatn og ekki síst, meiri notk­un á hvern íbúa sem ekki var fyr­ir­séð þegar spár voru gerðar. Þessi þróun hef­ur valdið álagi á heita­vatns­bor­hol­ur Veitna í Reykja­vík og í Mos­fells­bæ, einna helst þegar mjög kalt er í veðri til lengri tíma að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Heita vatnið sem kem­ur til not­enda frá virkj­un­um Orku Nátt­úr­unn­ar á Hell­is­heiði og á Nesja­völl­um er upp­hitað grunn­vatn. Stækk­un varma­stöðvar­inn­ar fól því í sér að bora þrjár kalda­vatns­hol­ur í Engi­dal auk þess að bætt var við einu varma­skiptap­ari og höfuðdælu.

Með auk­inni fram­leiðslu­getu virkj­ana á heitu vatni gefst kost­ur á því að taka hverfi í borg­inni af bor­holu­vatni, sem er tak­mörkuð auðlind, og setja á vatn frá virkj­un­um. Veit­ur hafa und­an­farið staðið í fram­kvæmd­um með það fyr­ir aug­um að færa Árbæ, Ártúns­holt og síðar Sunda­hverfi af bor­holu­vatni yfir á vatn frá virkj­un­um til fram­búðar.

„Eldri hverfi Reykja­vík­ur fá vatn úr bor­hol­um Veitna. Færsla Árbæj­ar, Ártúns­holts og síðar Sunda­hverf­is á vatn frá virkj­un­um gef­ur okk­ur rými til að mæta auk­inni þörf í eldri hverf­un­um þar sem mik­il upp­bygg­ing hef­ur verið í formi þétt­ing­ar byggðar. Stækk­un varma­stöðvar­inn­ar er því eitt púsl í það stóra verk­efni að sjá höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir heitu vatni til hús­hit­un­ar, bað- og sund­ferða og iðnaðar til langr­ar framtíðar og á sama tíma nýta með ábyrg­um hætti þá dýr­mætu auðlind sem heita vatnið okk­ar er,“ seg­ir Arna Páls­dótt­ir, verk­efna­stjóri ný­sköp­un­ar­verk­efna hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur, móður­fé­lagi ON og Veitna.

mbl.is sótt 08/10/2020