Hell­is­heiðar­virkj­un mbl.is/​RAX

Breska rík­is­út­varpið birti í dag ít­ar­lega um­fjöll­un um ís­lenska verk­efnið Car­bFix sem þykir ein­stakt á heimsvísu. 

Kol­efn­is­bind­ing­araðgerðin Car­bFix felst í gróf­um drátt­um í því að kolt­víoxíð (CO2) er fangað úr jarðhita­gufu, gasið leyst upp í vatni und­ir þrýst­ingi og vatn­inu dælt niður á 500 til 800 metra dýpi í basaltj­arðlög þar sem kolt­víoxíð binst var­an­lega í berg­grunn­in­um í formi steinda. 

Síðasta sum­ar und­ir­rituðu stjórn­völd, stóriðjan og Orku­veita Reykja­vík­ur vilja­yf­ir­lýs­ingu um kol­efn­is­hreins­un og -bind­ingu á Íslandi. Í yf­ir­lýs­ing­unni er Car­bFix aðferðin í brenni­depli, en við und­ir­rit­un­ina stakk for­sæt­is­ráðherra upp á orðinu „gaströll“ yfir aðferðina. 

Í frétt BBC kem­ur fram að aðferðin hafi verið notuð til að kol­efnis­jafna Hell­is­heiðar­virkj­un frá ár­inu 2014 með góðum ár­angri. Jafn­vel þó að Íslands sé fá­mennt land séu tæki­færi í Car­bFix aðferðinni fyr­ir fjöl­menn­ari ríki með stærra kol­efn­is­spor. 

Í um­fjöll­un­in kem­ur einnig fram að aðferðin krefj­ist mik­ill­ar vatns­notk­un­ar. Rætt er við Eddu Ara­dótt­ur, sem stýr­ir dótt­ur­fé­lagi OR um Car­bFix, sem seg­ir að aðferðin geti þrátt fyr­ir það virkað vel í ríkj­um þar sem aðgengi að vatni er tak­markaðra en hér­lend­is, þar sem hægt sé að end­ur­nýta vatnið í ferl­inu. 

mbl.is 18/06/2020