Á sama tíma og sjávargróður á mjög undir högg að sækja við strandlengju Bretlandseyja, þá hafa vísindamenn gert sér grein fyrir því að aldrei sem fyrr er meiri þörf fyrir þetta vistkerfi, til að draga úr hlýnun af völdum koltvísýrings og í baráttunni gegn hækkandi sjávarstöðu. 

Sérfræðingar hafa komist að því að sjávargras spilar stórt hlutverk í því að takast á við áhrif loftslagsbreytinga, með því að taka upp koltvísýring hraðar en nokkurt tré, þetta séu eins og litlar verksmiður á grunnsvæi.

Sjávargróður, sem er að finna á grunnu hafsvæði strandsvæða, hefur farið stórlega minnkandi á heimsvísu eða um það bil um 7% á ári síðan 1990.

Góðu fréttirnar eru þær að það er hægt að snúa þessari þróun við. Dr. Richark Unsworth frá Swanesa háskólanum hefur unnið að því að skipuleggja stórfellda endurheimt sjávargrass. Efnt hefur verið til átaks við að planta sjávargrasi meðfram strönd Pembrokeshire í Wales.

Vistkerfi stranda og uppsjávar eru merkileg fyrir þær sakir að þar er að finna eina mestu líffræðilegu fjölbreytni á jörðinni. Þegar saltmýrar og sjávargróður eru heilbrigð vistkerfi, þá vinna þessi viðkvæmu lífríki mjög mikilvægt starf í stóra samhenginu gegn loftslagshlýnun.

„Það er ótrúlega afkastamikið og sýgur kolefnið inn í setlögin,  agnirnar eru læstar þar í árþúsundir,“ sagði Dr. Unsworth við BBC. „Það þýðir að koltvísýringurinn er ekki í andrúmsloftinu.“

Við undirbúning fyrir verkefnið var byrjað á því að safna 750.000 sægrasfræjum frá ýmsum saltengjum víðsvegar um Bretland síðasta sumar sem farið var með á rannsóknarstofu við Swansea háskóla.

Fræin voru sett í litla poka sem gerðir eru úr náttúrulegu efni og núna er hafin vinna við að sökkva þessum fræum niður á hafsbotninn undan strönd Dale Fort til að búa þar til 20.000 fermetra tún.

Í viðtali við BBC lagði Unsworth áherslu á þörfina fyrir hundruð þúsunda hektara sjávartúna, saltmýra og annarra vistkerfa við strendur vegna þeirra einstöku möguleika sem þau hafa til að takast á við staðbundin og óhjákvæmilega alþjóðleg umhverfissjónarmið og við að hreinsa höfin á sjálfbæran og náttúrulegan hátt.

Ein milljón „Wonder Plant“ , eins og Unsworth kallar sjávargrasið, eru gróðursettar í Wales til að berjast gegn loftslagskreppu og efla heilbrigði sjávarins.

„Það er ekki það að við getum kennt einum einstaklingi, atvinnugrein eða samtökum um það hvernig komið er heldur er, það fjölgun íbúa við ströndina,“ sagði hann.

Sægras er einnig mikilvægt sem griðastaður fyrir dýralíf, veitir skjól, mat og stað til að ala unga fyrir allskonar sjávar tegundir. Sjávargras nýtist sem uppeldisstöð fyrir mikilvæga fiskistofna eins og t.d.  þorsk, góðurinn kemur einnig í veg fyrir rof sjávarbotns þegar veður eru válynd.

World Wildlife Fund (WWF), Sky Ocean Rescue og Swansea háskólinn segja að neðansjávarverksmiðjan sé lykillinn að því að draga úr koltvísýringi sem stuðli að hlýnun jarðar.

Til stendur að halda þessu verkefni áfram með því að safna 250.000 fræjum til viðbótar síðar á þessu ári og bætt við túnið í nóvember.

„Við sjáum sjávargrös sem þessa ofurverksmiðju vegna getu þess til að berjast gegn loftslagsbreytingum, til að hjálpa fiskistofnum og strandsamfélögum,“ sagði Alec Taylor frá WWF.

Nokkrar staðreyndir um mikilvægi sjávargrass:

heimild BBC 30/04/2020