Eng­in þjóð í heim­in­um er með full­nægj­andi hætti að verja heilsu, um­hverfi og framtíð barna sam­kvæmt nýrri tíma­móta­skýrslu UNICEF, WHO og The Lancet. Ísland er eitt besta land í ver­öld­inni fyr­ir börn, en mik­il los­un gróður­húsaloft­teg­unda dreg­ur okk­ur niður list­ann.

Skýrsl­an ber yf­ir­skrift­ina A Fut­ure for the World’s Children? og er afrakst­ur tveggja ára vinnu nefnd­ar skipaðri 40 sér­fræðing­um í mál­efn­um barna og ung­linga um all­an heim. 

Skýrsl­an er sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar sem skoðar stöðu og heilsu og vel­ferðar barna í lönd­um heims­ins, meðal ann­ars með til­liti til lofts­lags­breyt­inga og annarra ut­anaðkom­andi þátta sem nú­tíma­börn­um staf­ar ógn af. „Sam­kvæmt öll­um hefðbundn­um mæli­kvörðum er gott að vera barn á Íslandi eins og niður­stöður skýrsl­unn­ar sýna. Börn hafa hér öll tæki­færi til að blómstra og dafna. Þar sem við erum hins veg­ar að bregðast börn­um, líkt og hinar ríku þjóðirn­ar, er hversu mikið við meng­um miðað við höfðatölu. Þar þurf­um við að grípa til taf­ar­lausra aðgerða og gera meira enda eig­um við langt með að ná þeim los­un­ar­mark­miðum sem sett hafa verið fyr­ir árið 2030. Í þess­ari skýrslu er litið lengra en bara til stöðunn­ar eins og hún er í dag. Hér er stóra mynd­in skoðuð og tekið með í reikn­ing­inn sjálf­bærni okk­ar og framtíð plán­et­unn­ar fyr­ir kom­andi kyn­slóðir. Við þurf­um að skuld­binda okk­ur til að skapa framtíð sem hæf­ir börn­um og þar höf­um við Íslend­ing­ar öll tæki­færi til að vera í far­ar­broddi,“ seg­ir Berg­steinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Íslandi.

Níðst á börn­um með skaðlegri markaðssetn­ingu

Í til­kynn­ingu frá UNICEF á Íslandi seg­ir að skýrsl­an sé því býsna svört, en sam­kvæmt niður­stöðum henn­ar er heilsu og framtíð allra barna og ung­menna ógnað af vist­fræðilegri ósjálf­bærni, lofts­lags­breyt­ing­um og óheiðarlegri markaðssetn­ingu stór­fyr­ir­tækja sem halda óhollu skyndi­bita­fæði, sykruðum drykkj­um, áfengi og tób­aki að börn­um heims­ins. 

„Þrátt fyr­ir fram­far­ir í heilsu­vernd barna og ung­linga síðustu 20 ár er okk­ur hætt að miða áfram í þess­um efn­um og erum kom­in í bakk­gír,“ seg­ir Helen Clark, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands og ann­ar formanna nefnd­ar­inn­ar.

Í skýrsl­unni er að finna nýja alþjóðlega vísi­tölu 180 þjóða þar em born­ir eru sam­an mæli­kv­arðar á hvernig börn dafna út frá lífs­lík­um, vel­ferð, heilsu, mennt­un, nær­ingu, sjálf­bærni og yf­ir­liti yfir los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Þegar ein­ung­is er litið til hefðbund­inna vel­ferðarviðmiða eins og heilsu, mennt­un­ar, nær­ing­ar og barnadauða trón­ir Nor­eg­ur í efsta sæti, Suður-Kórea í öðru, Hol­land í þriðja sæti og Ísland í ní­unda sæti.

Ísland er í ní­unda sæti eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd. Verst er staðan hjá Mið-Afr­íku­lýðveld­inu, Tsjad, Sómal­íu, Níg­er og Malí.

Skelfi­leg­ar af­leiðing­ar á allt líf á jörðu

Þegar los­un gróður­húsaloft­teg­unda miðað við höfðatölu í hverju þess­ara topp­landa er tek­in með í reikn­ing­inn yfir sjálf­bærni hrapa þessi lönd hins veg­ar niður list­ann. Nor­eg­ur fer sem dæmi úr fyrsta sæti í það 156., Suður-Kórea úr öðru sæti í í það 166., Hol­land úr því þriðja niður í 160. sæti og Ísland úr því ní­unda í 163. sæti.

Skýrsl­an bend­ir á að á meðan fá­tæk­ari lönd þurfi vissu­lega að gera meira til að bæta lífs­lík­ur og heilsu­vernd barna sinna sé það staðbundn­ari vandi á meðan óhóf­leg los­un gróður­húsaloft­teg­unda meðal rík­ari þjóða sé ógn við framtíð barna um all­an heim. Miðað við nú­ver­andi spár fer hnatt­ræn hlýn­un yfir 4°C árið 2100 sem myndi hafa skelfi­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir allt líf á jörðu.

Til að verja börn kalla skýrslu­höf­und­ar eft­ir nýrri alþjóðlegri hreyf­ingu sem drif­in verði áfram fyr­ir börn og leggja m.a. áherslu á að stöðva verði los­un kolt­ví­sýr­ings, að leyfa þurfi rödd­um barna að heyr­ast og stjórn­völd taki fast­ar á skaðlegri markaðssetn­ingu.

mbl.is 30/03/2020