Und­an­farna mánuði hef­ur notk­un há­hita­djúp­dælu í hita­veitu­bor­holu verið prófuð í Hvera­gerði. Er það í fyrsta skipti í heim­in­um sem slík dæla er notuð í svo heit­um jarðhita­vökva en búnaður­inn hef­ur verið þróaður og notaður í ol­íu­geir­an­um. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Veit­um. 

„Hingað til hef­ur jarðhita­vatni að 130°C verið dælt með hefðbundn­um dælu­búnaði hér á landi og er­lend­is þekk­ist að dælt sé vatni sem er allt að 160°C heitt. Með há­hita­dæl­unni munu Veit­ur nýta búnaðinn í enn heit­ara vatni eða allt að 180°C. Dæl­an, sem er staðsett í bor­holu hita­veit­unn­ar í Hverag­arðinum, hef­ur reynst von­um fram­ar síðan hún var sett niður í októ­ber­mánuði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Vinna við bor­hol­una í Hverag­arðinum. Ljós­mynd/Æ​gir Lúðvíks­son

Seg­ir þá í til­kynn­ing­unni að þrýst­ing­ur hafi verið fallandi í jarðhita­kerf­inu í Hvera­gerði og hefur það reynst krefj­andi verk­efni að tryggja nægt heitt vatn fyr­ir hita­veit­una. Þó sé vitað að mik­ill hiti sé á svæðinu en ekki hef­ur verið hægt að nýta hann enda skemm­ist hefðbund­inn dælu­búnaður í slík­um aðstæðum. 

Stórt fram­fara­skref í nýt­ingu jarðvarma 

Með háhita­djúp­dælunni geta Veitur rekið bor­hol­ur hita­veitu án þess að láta þær blása gufu. Það er mik­ill kost­ur að sögn Veitna þar sem tvær hol­ur af þrem­ur, sem eru í notk­un í Hvera­gerði, eru staðsett­ar í miðri byggð. 

Af­kasta­geta bor­hol­unn­ar í Hverag­arðinum eykst með nýju dæl­unni og mun þannig bæta rekstr­arör­yggi Hita­veit­unn­ar. Auk þess verður bet­ur hægt að stýra magni heits vatns sem er tekið úr holunni og seg­ir þá í til­kynn­ing­unni að enn betri nýt­ing verði „á þeirri dýr­mætu auðlind sem heita vatnið er.“ 

Að lok­um seg­ir í til­kynn­ing­unni: „Notk­un há­hita­djúp­dælu í hita­veitu er þró­un­ar­verk­efni enn sem komið er. Reyn­ist búnaður­inn áfram vel er um að ræða mikið fram­fara­skref í nýt­ingu jarðvarma, ekki bara hér á landi held­ur á heimsvísu.“ 

mbl.is sótt 15/01/2021