Und­an­far­in ár hef­ur sí­fellt verið lögð auk­in áhersla á mik­il­vægi bar­átt­unn­ar gegn lofts­lags­breyt­ing­um og hef­ur grund­völl­ur­inn að ár­angri í þeim efn­um verið stöðug vinna að því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda, sér­stak­lega kolt­ví­sýr­ingi. Hins veg­ar bend­ir öll töl­fræði til þess að aðgerðir í þeim efn­um séu ekki endi­lega að skila ár­angri þegar á heild­ina er litið.

Ef litið er til 27 ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins og Bret­lands hef­ur los­un­in dreg­ist sam­an í flest­um flokk­um frá ár­inu 1990 til 2019, að sam­göng­um und­an­skild­um. Hins veg­ar hef­ur los­un á heimsvísu auk­ist gríðarlega á sama tíma.

Heim­ild: Los­un­ar­gagna­grunn­ur fyr­ir alþjóðleg­ar lofts­lags­rann­sókn­ir (ED­G­AR)

Auk­in los­un er þó ekki vegna fólks­fjölg­un­ar en fjöldi rann­sókna hef­ur farið fram á þessu sviði og er fylgni efna­hagsþró­un­ar og los­un­ar kolt­ví­sýr­ings ótví­ræð. Kór­ónu­veiru- far­ald­ur­inn hef­ur dregið veru­lega úr um­svif­um heims­hag­kerf­is­ins og því tölu­verður sam­drátt­ur í los­un árið 2020 og telja vís­inda­menn það einnig eiga við um 2021. En þessi ár eru frá­brugðin því sem mætti kalla „eðli­leg­ar“ aðstæður og má gera ráð fyr­ir áfram­hald­andi vexti los­un­ar í takti við efna­hagsþróun í þeim ríkj­um sem munu sjá mesta vöxt­inn á kom­andi árum.

Eykst á kom­andi árum

Navr­oz K. Dubash og An­kit Bh­ardwaj hjá rann­sókna­setri um stjórn­sýslu (Centre for Policy Rese­arch) í Nýju-Delí á Indlandi spá því að los­un Ind­lands kunni að aukast um ríf­lega átta hundruð megat­onn fram til árs­ins 2030 og er það með fyr­ir­vara um að end­ur­nýj­an­leg­ir orku­gjaf­ar verði ódýr­ari.

Spár gera ráð fyr­ir að heild­ar­los­un Kína haldi áfram að aukast á kom­andi árum, en þó mun aukn­ing los­un­ar lík­lega verða hæg­ari en verið hef­ur enda hafa kín­versk stjórn­völd lagt mikla áherslu á að minnka los­un miðað við þjóðarfram­leiðslu. Hvort þetta skili ein­hverju skal ósagt látið, en ef Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu tekst að minnka los­un um 50% miðað við stöðuna 1990, eða um 4.736 millj­ón­ir tonna (megat­onn) af kolt­ví­sýr­ingi, hef­ur Kína nú þegar aukið los­un sína um 4.393 megat­onn um­fram þenn­an hugs­an­lega sam­drátt hjá Vest­ur­lönd­um. Nettó­los­un kolt­ví­sýr­ings er því ekki lík­leg til að minnka.

Sam­kvæmt skýrslu sem unn­in var 2018 fyr­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins mun orkuþörf í Afr­íku tí­fald­ast til árs­ins 2065. Þá má gera ráð fyr­ir að los­un Afr­íku- ríkja auk­ist gríðarlega á kom­andi árum, að því er fram kem­ur í vís­inda­grein um þróun og drif­krafta los­un­ar kolt­ví­sýr­ings sem birt var 22. fe­brú­ar í vís­inda­tíma­rit­inu En­vironmental Rese­arch Letters.

Til þess að rík­in í Afr­íku geti staðið við alþjóðleg­ar lofts­lags­skuld- bind­ing­ar þurfa þau að fjár­festa í orku­gjöf­um með litla los­un og benda vís­inda­menn meðal ann­ars á kjarn­orku og orku­fram­leiðslu sem fel­ur í sér kol­efn­is­bind­ingu eins og orku úr líf­massa. Vand­inn er hins veg­ar sá að þess­ir orku­gjaf­ar munu ganga á vatns­lind­ir Afr­íku sem víða um álf­una eru þegar komn­ar að þol­mörk­um vegna heim­il­is­halds, mat­væla­fram­leiðslu og iðnaðar.

Bætt lífs­kjör

Hag­vöxt­ur um heim all­an hef­ur gert það að verk­um að sí­fellt fleiri hafa betri lífs­kjör og stærri hluti mann­kyns hef­ur því efni á að ferðast og hef­ur los­un frá flugi auk­ist um 143% frá 1990 til 2019. Það er því fátt sem bend­ir til ann­ars en að los­un­in muni aukast á ný þegar tak­mörk­un­um vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins verður aflétt. Los­un frá flugi 2019 nam 627 megat­onn­um af kolt­ví­sýr­ingi, sem er um það bil jafn mikið og öll Indó­nesía losaði það ár, en þar búa um 270 millj­ón­ir manns.

Los­un frá alþjóðlegu flugi er álíka mik­il og heild­ar­los­un Indó­nes­íu. AFP

Eft­ir því sem um­svif hag­kerfa hafa auk­ist hafa einnig alþjóðleg viðskipti færst í auk­ana og hafa mynd­ast flókn­ar flutn­ings- og virðiskeðjur. Hef­ur því los­un frá sigl­ing­um tæp­lega tvö­fald­ast frá 1990 og nam los­un skipa um 730 megat­onn­um árið 2019.

Ekki verður séð með hvaða hætti er hægt að minnka los­un kolt­ví­sýr­ings nema með stór­felldri upp­bygg­ingu kjarn­orku­vera, að fund­in verði leið til að hag­nýta kjarna­samruna eða draga úr lífs­kjör­um.

Staðreynd­in er sú að hlut­falls­leg efna­hags­um­svif Vest­ur­landa og annarra ríkja sem nú eru tal­in með þróuðustu hag­kerf­um heims munu minnka. Árið 2050 mun Ind­land verða næst­stærsta hag­kerfi heims og íbúa­fjöldi Níg­er­íu hafa náð 400 millj­ón­um manns, svo dæmi séu tek­in.

mbl.is sótt 27/03/2021