Los­un hit­un­ar­gilda (CO2-ígildi) frá hag­kerfi Íslands á þriðja árs­fjórðungi 2020 var 1.460 kílót­onn sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um Hag­stofu Íslands. Þessi los­un er 20,6% minni en los­un á sama árs­fjórðungi 2019 þegar hún var 1.840 kílót­onn.

Ástæða þessa er mik­ill sam­drátt­ur í flugi vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins (Covid-19). Los­un­in á þriðja árs­fjórðungi 2020 var 13,6% meiri en los­un á öðrum árs­fjórðungi 2020 en þá var hún sögu­lega lág eða 1.281 kílót­onn.

Los­un virðist al­mennt séð vera meiri á þriðja árs­fjórðungi en öðrum árs­fjórðungi enda til­heyra fleiri sum­ar­mánuðir þeim þriðja og alla­jafna meiri akst­ur á veg­um þá og auk­in um­svif í flugrekstri. Und­an­far­in ár hef­ur aukn­ing á þeim tíma verið í kring­um 11% og er hún því held­ur meiri í ár.

mbl.is sótt 11/11/2020