Sú minnk­un út­blást­urs gróður­húsaloft­teg­unda sem orðið hef­ur vegna sam­komutak­mark­ana á heimsvísu mun eng­in áhrif hafa á hlýn­andi lofts­lag.

Þetta segja vís­inda­menn í nýrri rann­sókn sinni en BBC grein­ir frá.

Ný spá ger­ir ráð fyr­ir að meðal­hiti á heimsvísu muni aðeins vera 0,01 gráðu lægri en áætlað var.

Dag­leg­ur út­blást­ur gróður­húsaloft­teg­unda á heimsvísu minnkaði um 17% á hápunkti sam­komutak­mark­ana í Evr­ópu.

mbl.is sótt 07/08/2020