Ný lang­tíma orku­stefna Íslands til árs­ins 2050 var kynnt af Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra í dag. Yf­ir­skrift orku­stefn­unn­ar er „Orku­stefna til árs­ins 2050: Sjálf­bær orku­framtíð“ og seg­ir ráðherra að með þessu sé gætt hags­muna nú­ver­andi og kom­andi kyn­slóða.

Stefn­an var unn­in af full­trú­um frá öll­um flokk­um á Alþingi, fjór­um full­trú­um ráðuneyta og í sam­ráði við hags­munaaðila.

Sett eru fram 12 meg­in­mark­mið í orku­stefn­unni og eru þau eft­ir­far­andi:

„Þegar við skoðum meg­in­mark­miðin tólf sjá­um við að við eig­um mörg óunn­in verk­efni. Þar liggja gríðarleg sókn­ar­færi,“ er haft eft­ir Þór­dísi í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu, en hún seg­ir næstu skref vera að setja fram ár­ang­ur­s­vísa og aðgerðir sem byggja á mark­miðum stefn­unn­ar.

Í starfs­hópn­um sátu:

Erla Sig­ríður Gests­dótt­ir, starfsmaður starfs­hóps­ins, var til­nefnd af at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu. Krist­inn Hjálm­ars­son ráðgjafi starfaði einnig með hópn­um.

mbl.is sótt 06/09/2020