Birtist á mbl.is 05/08/2021

Hydrogen Vent­ur­es Lim­ited (H2V), alþjóðlegt orku­fyr­ir­tæki, hygg­ur á um­fangs­mikla fram­leiðslu vetn­is hér á landi sem verður nýtt við fram­leiðslu met­anóls.

Met­an­ólfram­leiðslan verður að fullu um­hverf­i­s­væn en fyr­ir­hugað er að verk­smiðja H2V rísi í Auðlindag­arðinum á Reykja­nesi, í ná­grenni við annað af tveim­ur raf­orku­ver­um HS Orku.

Verk­efnið skipt­ist í tvo áfanga. Í fyrri áfang­an­um er áætlað að af­kasta­geta verk­smiðju H2V nemi 30 mega­vött­um úr jarðhita við fram­leiðslu á grænu met­anóli. Í öðrum áfanga verði fram­leiðslu­geta fyr­ir­tæk­is­ins auk­in veru­lega, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Kostnaður við fyrsta áfanga er áætlaður ríf­lega 100 millj­ón­ir evra, sem sam­svar­ar um 15 millj­örðum ís­lenskra króna. Allt vetnið sem verður til verður vottað „grænt vetni“ sem þýðir að 100% ork­unn­ar sem notuð er til að fram­leiða það kem­ur frá end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um.

For­svars­menn H2V segja að met­anólið geti orðið hag­kvæm­ur og um­hverf­i­s­vænn orku­gjafi fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn auk inn­lenda bíla­flot­ans, ekki síst sendi- og vöru­bif­reiða. Verk­efnið færi

Ísland nær mark­miði sínu um að ná kol­efn­is­hlut­leysi fyr­ir árið 2040. Meira en 80% af orku­notk­un Íslands bygg­ir nú þegar á end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um, fyrst  og fremst jarðhita og vatns­afli. Mark­viss upp­bygg­ing innviða fyr­ir fram­leiðslu græns vetn­is og met­anóls get­ur, að mati for­svars­manna H2V, gert Ísland að leiðandi þjóð á sviði end­ur­nýj­an­legr­ar og hreinn­ar orku með að skipta út jarðefna­eldsneyti í sam­göng­um fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa.

„Ísland hef­ur sett sér metnaðarfull mark­mið um að draga úr kol­efn­is­los­un sinni og við telj­um að nýt­ing vetn­is sé þar lyk­il­atriði. Með reynslu sína á sviði end­ur­nýj­an­legr­ar orku get­ur Ísland verið í far­ar­broddi og sýnt heim­in­um hvernig hægt er að ná fullu kol­efn­is­hlut­leysi. Við erum spennt að vera hluti af þess­ari nýju bylt­ingu,” seg­ir Horacio Car­val­ho, fram­kvæmda­stjóri H2V, í til­kynn­ing­unni.

Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri HS Orku, bæt­ir við: „Við erum mjög spennt fyr­ir þessu sam­starfi við H2V. Þeir búa yfir mik­illi þekk­ingu og reynslu sem nýt­ist vel við upp­bygg­ingu verk­efn­is af þess­ari stærðargráðu. Þá er ánægju­legt að þeir horfi til þeirra mögu­leika sem að Ísland og ekki síst Auðlindag­arður HS Orku býður upp á en auk raf­orku mun HS Orka geta séð þeim fyr­ir vatni og kol­díoxíði sem er nauðsyn­legt við fram­leiðslu met­anóls,” seg­ir hann.

mbl.is sótt 05/08/2021