Fyrirtæki og stofnanir eru í óða önn að setja sér umhverfisstefnu. Mörg fyrirtæki hafa sett sér mjög metnaðarfull markmið á sviði umhverfismála.

Umhverfisstefni er mikilvægt stefnumótunar verkfæri sem vert er að nýta sér og eyða tíma í að móta. Þegar fyrirtæki og stofnanir hafa sett sér umhverfisstefnu er mikilvægt að átta sig á því hvernig best verður unnið með hana til þess að grænu skrefin náist hægt og bítandi. Setja sér skammtíma- og langtímamarkmið og vinna sig skipulega í átt að lokamarkmiðinu.

Hér fyrir neðan birtum við umhverfisstefnur fyrirtækja og stofnanna sem eftir því sækjast. Það er ótvíræður kostur að geta nálgast umhverfisstefnur á einum stað. Fyrirtæki og stofnanir geta þá einfaldlega smellt á og skoðað umhverfisstefnur annarra til að spegla sína eigin stefnu og /eða fá hugmyndir. Við erum alltaf sterkari saman.

Ef þitt fyrirtæki eða stofnun vill vera með endilega smelltu á hnappinn og sendu okkur skilaboð og við finnum út úr þessu saman.

 

Prentmet Oddi er með vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfis­málum. Frá stofnun hefur Prentmet Odda lagt sig fram við að minnka neikvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Svansvottun prentsmiðjunnar tryggir að Prentmet Odda er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.

prentmetoddi.is