Gert er ráð fyr­ir að á ár­inu 2020 verði um 2 millj­örðum króna af 15 millj­arða fjár­fest­ingar­átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar varið til verk­efna sem eru á ábyrgðarsviði um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins. Til­lögu til þings­álykt­un­ar um fjár­fest­ingar­átakið var dreift á Alþingi í gær en átak­inu er ætlað að auka op­in­bera fjár­fest­ingu vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Til orku­skipta, grænna lausna og um­hverf­is­mála, verði varið ríf­lega 1.350 m.kr. Í fyrsta lagi er gert ráð fyr­ir að verja 500 m.kr. til lofts­lags­mála, bæði orku­skipta í sam­göng­um og í höfn­um lands­ins og til auk­inn­ar kol­efn­is­bind­ing­ar með land­græðslu, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is. Í öðru lagi er lagt til að auka fram­lög á þessu ári til upp­bygg­ing­ar á friðlýst­um svæðum um­fram þann millj­arð sem til­kynnt var um fyrr í mánuðinum. Þetta eru rúm­ar 650 m.kr. til ann­ars veg­ar göngu­stíga, bíla­stæða og annarra innviða, svo sem við Jök­uls­ár­lón, á Þing­völl­um og Friðlandi að Fjalla­baki, og hins veg­ar verði varið fjár­magni í upp­bygg­ingu á aðstöðu og þjón­ustu fyr­ir ferðamenn, en þar eru sér­stak­lega til skoðunar Skafta­fell og Mý­vatns­sveit. Í þriðja lagi er lagt til að 200 m.kr. verði varið til að styðja við fram­kvæmd­ir í frá­veitu­mál­um sveit­ar­fé­laga, en mik­il þörf er á átaki í þeim mál­um.

Þá er lagt til að um 350 m.kr. verði varið til frek­ari upp­bygg­ing­ar varn­argarða vegna snjóflóða, til viðbót­ar við rúm­an millj­arð króna sem þegar hafði verið samþykkt að ráðstafa til þeirra á ár­inu. Þá verði 75 m.kr. viðbótar­fár­magn sett í varn­ir gegn land­broti og um 190 millj­ón­ir verði notaðar í mæli- og vökt­un­ar­búnað, hug­búnað og veður­sjár­kerfi, auk fleiri þátta, sem hluti af styrk­ingu innviða vegna óveðurs­ins í des­em­ber og janú­ar.

Alls er því um ræða tæpa 2 millj­arða kr. sem ætl­un­in er að komi til viðbót­ar við fjár­veit­ing­ar í fjár­lög­um árs­ins 2020 til um­hverf­is­mála.

„Stjórn­völd eru þessa daga að stíga mik­il­væg skref fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu. Fjár­fest­ingar­átakið er afar mik­il­vægt til að auka op­in­bera fjár­fest­ingu, fjölga störf­um og glæða efna­hags­lífið á þess­um sér­stöku tím­um sem við nú upp­lif­un. Verk­efn­in á sviði um­hverf­is­mála dreifast víða um land og munu m.a. nýt­ast í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um, til að vernda viðkvæma nátt­úru og efla vökt­un og viðbrögð okk­ar við nátt­úru­vá“, seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, í frétt á vef ráðuneyt­is­ins.

 

 

 mbl.is  30/03/2020