Magn svo­nefndra CFC-efna í and­rúms­loft­inu er farið að drag­ast sam­an á nýj­an leik. Magn þeirra hafði dreg­ist sam­an til muna síðustu ár, allt þar til árið 2018 þegar rann­sókn­ir sýndu ólög­lega fram­leiðslu efn­anna í Aust­ur-Kína. Sú fram­leiðsla var stöðvuð og virðist sem það hafi dugað til að snúa þró­un­inni í rétta átt á ný. BBC grein­ir frá.

CFC-efni eru hættu­leg óson­lagi jarðar, sem vernd­ar jörðina fyr­ir út­fjólu­blá­um geisl­um sól­ar­inn­ar. Gat á óson­lag­inu var upp­götvað árið 1985. Árið 1987 komust ríki heims að sam­komu­lagi um bann við notk­un efna sem valda eyðingu á óson­lag­inu, og var notk­un þeirra tak­mörkuð ár frá ári þar til blátt bann tók gildi árið 2010. 

Síðan þá hef­ur gatið á óson­lag­inu dreg­ist sam­an til muna. Hef­ur ár­ang­ur­inn þótt til marks um hvað hægt er að af­reka þegar ríki heims taka sig sam­an um aðgerðir í þágu um­hverf­is­ins. 

mbl.is sótt 11/02/2021