Auðjöf­ur­inn og stofn­andi Microsoft, Bill Gates, seg­ir að það að binda enda á kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn sé „mjög, mjög auðvelt“ í sam­an­b­urði við það að snúa þró­un­inni í hlýn­un jarðar til betri veg­ar. 

Þá seg­ir Gates að ef mann­kynið fyndi lausn á lofts­lags­vánni væri það „hið magnaðasta sem mann­kynið hef­ur nokk­urn tím­ann gert“. Í sam­tali við blaðamann BBC seg­ir Gates að fólk ætti ekki að van­meta stærð áskor­un­ar­inn­ar. 

Eng­in for­dæmi fyr­ir vænt­an­leg­um um­skipt­um

„Við höf­um aldrei farið í gegn­um um­skipti sam­bæri­leg þeim sem við ætl­um okk­ur í á næstu 30 árum. Það eru eng­in for­dæmi fyr­ir þessu,“ seg­ir Gates.

Hann seg­ir tvær töl­ur mik­il­væg­ar í þessu sam­hengi, núll og 51 millj­arður. Hin síðar­nefnda stend­ur fyr­ir tonn­in af gróður­húsaloft­teg­und­um sem bæt­ast við and­rúms­loftið ár­lega en að sögn Gates þarf heims­byggðin að færa 51 millj­arð tonna niður í núll.

Gates seg­ir að tækn­in geti aðstoðað heims­byggðina við að ná því mark­miði, ný­sköp­un­ar­átak á gríðar­stór­um skala sé svarið við lofts­lags­vánni. Gates tel­ur að þetta sé ekki mögu­legt nema rík­is­stjórn­ir heims­ins grípi til aðgerða. 

mbl.is sótt 15/02/2021