Fagráðstefna skógræktar 2019

Fagráðstefna skógræktar, Hallormsstað 3.-4. apríl 2019 Ágrip úr fyrirlestri. – Kolefnis- og vatnshringrás í asparskógi á framræstri mýri.

Eitt tré!

Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls?

 
Meðalbinding koltvíoxíðs (CO2) í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. Við skulum gefa okkur að „meðal“ fólksbíll keyri um 30.000 km á ári og losi á þeim tíma um 4,6 tonn af koltvíoxíði. Til að vega upp á móti þeirri losun þarf að gróðursetja um einn hektara af skógi, eða sem samsvarar um það bil 2500 trjám. Þessi fjöldi trjáa bindur þá að meðaltali 4,4 tonn af koltvíoxíði á ári í um 90 ár.Mikilvægt er að hafa í huga að árlegur útblástur bíla er mjög mismikill eftir tegundum. Upplýsingar um útblástur einstakra bílategunda má finna á heimasíðu Orkuseturs (www.orkusetur.is) undir „eldsneyti“ og „kolefnisbókhald“.

Um það bil 2500 tré þarf til þess að vinna upp á móti koltvíoxíðlosun eins bíls á ári miðað við 30.000 km akstur.

Með einni flugferð frá Keflavíkurflugvelli til London er talið að losun á koltvíoxíði sé um það bil 210 kg á farþega. Með sömu forsendum og eru hér að ofan má því segja að til að vega upp á móti flugferð til London þyrfti hver farþegi að planta um það bil 120 trjám. Sama fjölda þarf að sjálfsögðu að planta vilji farþeginn vega upp á móti losun koltívoxíðs á heimferðinni. Upplýsingar um útblástur vegna flugferða til ólíkra áfangastaða má finna á heimasíðunni www.co2.is undir „flugvélar“.Tré, eins og aðrar plöntur, ljóstillífa. Afleiðing ljóstillífunar er sú að súrefni (O2) losnar út í andrúmslofið. Ljóstillífunarhraði er háður mörgum þáttum svo sem trjátegundum, veðurfarsskilyrðum, frjósemi jarðvegs og svo framvegis. Almennt er álitið að frá 1 hektara af skógi fáist um það bil 7 tonn af súrefni á ári. Hvert tré á þessum hektara er þá að gefa frá sér um 28 kg af súrefni á ári eða 0,077 kg á dag. Fullorðinn maður notar um 0,80 kg af súrefni á dag. Út frá þessu má sjá að 10 tré framleiða daglega það súrefni sem einn einstaklingur notar á hverjum degi. 
Vísindavefurinn (sótt 02.04.2020) 

Okkur barst góð athugasemd frá Pétri Halldórssyni kynningarstjóra hjá  Skógræktinni.

Hann segir: „Þetta er nokkuð villandi vegna þess að þarna er væntanlega átt við allt skóglendi á Íslandi, ræktaða skóga og villta birkiskóga”.

Ef ræktaðir skógar eru teknir sérstaklega sýna reglulegar mælingar Skógræktarinnar, sem viðurkenndar eru og staðfestar af Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, að þar bindast að meðaltali 10 tonn af CO2 á hektara á ári í ofanvexti og jarðvegi. Birkikjarr bindur hins vegar miklu minna. Ræktaðir skógar eru á tæplega hálfu prósenti landsins en birkiskóglendi á einu og hálfu prósenti.

Þess vegna eru tölurnar villandi sem þið gefið upp á vefnum ykkar um hversu mörg tré þurfi að rækta til að binda losun meðalbíls. Þar ætti að nota tölur um ræktaða skóga, ekki allt íslenskt skóglendi.

Hann lét fylgja með auglýsingu úr Skógræktarritinu, með töflu um bindingu helstu trjátegunda sem notaðar eru í skógrækt á Íslandi. „Vek athygli á því að ræktað birki bindur talsvert meira en villt birki, ekki síst af því að í skógrækt er notað úrvalsbirki sem vex vel.“

Hafa samband

Ertu með ábendingu eða efni sem þú vilt fá birt á síðunni?