Fram­lög til um­hverf­is­mála verða 47% hærri á föstu verðlagi árið 2021 en þau voru við við upp­haf kjör­tíma­bils árið 2017. Munu heild­ar­út­gjöld rík­is­ns til mála­flokks­ins nema 24,3 millj­örðum króna á næsta ári. 

Und­ir um­hverf­is­mál falla ýmis mál­efni, svo sem nátt­úru­rann­sókn­ir, skóg­rækt, veður­at­hug­an­ir og þjóðgarðar. Í fjár­mála­ætl­un ár­anna 2021-2025 er gert ráð fyr­ir að út­gjöld­in verði nokkuð stöðug næstu fjög­ur ár, en nemi 25,3 millj­örðum árið 2025.

Sé litið til fjár­laga næsta árs verður 5,3 millj­örðum varið í nátt­úru­vernd, skóg­rækt og land­græðslu. Fram­lög til Vatna­jök­ulsþjóðgarðs nema um ein­um millj­arði og þjóðgarðsins á Þing­völl­um um 357 millj­ón­um. Þá fær Land­græðsla rík­is­ins 1,37 millj­arða króna en Skóg­rækt­in 1,5 millj­arða.

Veður­stofa Íslands fær 2,94 millj­arða sam­kvæmt fjár­lög­um og hækk­ar fram­lag um 14% frá fyrra ári. Skýrist það af auknu fram­lagi til tækja­kaupa, sem nem­ur 361 millj­ón­um króna í fjár­laga­frum­varpi næsta árs.

Fram­lag til of­an­flóðasjóðs rúm­lega tvö­fald­ast milli ára og verður 2,4 millj­arðar króna sam­an­borið við 1,1 millj­arð á fjár­lög­um 2020. Fram­kvæmd­ir við nýja varn­argarða er haf­in á Pat­reks­firði  í kjöl­far snjóflóða síðasta vet­ur, en þeim á að vera lokið 2023.

mbl.is sótt 08/10/2020