Sveit­ar­stjórn Dala­byggðar hef­ur samþykkt fyr­ir sitt leyti að aug­lýsa breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi í þágu tveggja vindorku­vera í sveit­ar­fé­lag­inu.

Jafn­framt er sveit­ar­fé­lagið að und­ir­búa viðhorfs­könn­un meðal íbúa um nýt­ingu vindorku til raf­orku­fram­leiðslu í sveit­ar­fé­lag­inu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Unnið er að und­ir­bún­ingi tveggja vindorku­vera í Dala­byggð, ann­ars veg­ar á Hróðnýjar­stöðum við Hvamms­förð og hins veg­ar í Sól­heim­um í Laxár­dal. Til þess að hægt sé að halda áfram með verk­efn­in þarf að taka spild­ur úr jörðunum úr land­búnaðarnot­um og gera að iðnaðarlóðum. Unnið hef­ur verið að því lengi í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lagið. Sveit­ar­stjórn Dala­byggðar samþykkti í fyrra­dag að aug­lýsa fyr­ir­hugaða aðal­skipu­lags­breyt­ingu.

Eyj­ólf­ur Ingvi Bjarna­son, odd­viti Dala­byggðar, seg­ir að málið hafi verið unnið sam­kvæmt lög­um og fari nú til Skipu­lags­stofn­un­ar sem ákveði hvort til­lag­an verði aug­lýst. Verði það gert fá all­ir tæki­færi í sex vik­ur til að skila inn um­sögn­um. Sveit­ar­fé­lagið verði að skoða all­ar at­huga­semd­ir og svara þeim og síðan verði til­laga um breyt­ingu send til end­an­legr­ar staðfest­ing­ar Skipu­lags­stofn­un­ar ásamt öll­um gögn­um.

mbl.is sótt 24/06/2020