Nú hefur svo brugðið í Covid-19 heimsfaraldrinum þar sem fólk er kvatt til þess að halda sig heima fyrir ef það er ekki í annaðhvort í sóttkví eða einangrun að mengun í borgum hefur snarminnkað.
Nú herma fregnir að íbúar í stærstu og fjölmennust borgum í Kína hafi loks séð til himins, já, sjálfan himinblámann sökum snarminnkandi mengunar.
Margar milljónir jarðabúa verða aldrei þeirrar sjálfsögðu gæfu aðnjótandi að sjá ekki hafið, já hafið bláa hafið sem er auðvitað ömurlega sorglegt.
En allir sjá til himins og nú líka í Kína og öðrum menguðustu borgum heims sem tengja má beint við Kóróna-vírus faraldurinn. Og ekki nóg með það, því nú sjá Kínverjar líka stjörnurnar á himninum, já þeir eru nú með stjörnur í augunum íbúarnir í austurroðanum.