Vísindamenn vara við því að víðs vegar um Síberíu séu stór landsvæði, sem venjulega eru frosin árið um kring, farin að þiðna. Getur þetta haft afar slæmar afleiðingar fyrir loftslag jarðar.
Þegar landsvæðin þiðna er talið að jörðin leysi frá sér gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda og flýti þannig fyrir hlýnun jarðar.
Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Moskvu, heimsótti héraðið Jakútíu í Síberíu og skoðaði hvernig þiðnandi sífrerinn hefur áhrif, ekki bara á loftslagið, heldur landslagið og líf fólks í Síberíu, eins og sjá má í myndskeiði ef þú smellir hér.
mbl.is sótt 19/09/2020