Vís­inda­menn vara við því að víðs veg­ar um Síberíu séu stór landsvæði, sem venju­lega eru fros­in árið um kring, far­in að þiðna. Get­ur þetta haft afar slæm­ar af­leiðing­ar fyr­ir lofts­lag jarðar.

Þegar landsvæðin þiðna er talið að jörðin leysi frá sér gríðarlegt magn gróður­húsaloft­teg­unda og flýti þannig fyr­ir hlýn­un jarðar.

Steve Rosen­berg, fréttamaður BBC í Moskvu, heim­sótti héraðið Jakútíu í Síberíu og skoðaði hvernig þiðnandi sífrer­inn hef­ur áhrif, ekki bara á lofts­lagið, held­ur lands­lagið og líf fólks í Síberíu, eins og sjá má í myndskeiði ef þú smellir hér.

mbl.is sótt 19/09/2020