Mal­bik­stöðin & Fag­verk og Sorpa hafa und­ir­ritað sam­eig­in­lega vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup og sölu á allt að millj­ón normal­rúm­metr­um (Nm3) af hreinsuðu me­tangasi á ári.

Það sam­svar­ar tæp­lega helm­ingi af af­kasta­getu GAJU, gas- og jarðgerðar­stöðvar SORPU. Með yf­ir­lýs­ing­unni lýsa Mal­bik­stöðin & Fag­verk og SORPA yfir ætl­un sinni að starfa sam­an að því að á kom­ist bind­andi samn­ing­ur þeirra á milli um viðskipti með met­an um mitt ár 2021.

Helgi Þór Inga­son, fram­kvæmda­stjóri SORPU, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að tölu­verð eft­ir­spurn sé eft­ir me­tangasi frá GAJU. 

Me­tangasinu er ætlað að koma í staðinn fyr­ir um­tals­vert magn af dísi­lol­íu í starf­semi Mal­bik­stöðvar­inn­ar og Fag­verks. Með því að nota me­tangas í stað dísi­lol­íu til að fram­leiða mal­bik draga fyr­ir­tæk­in um­tals­vert úr kol­efn­is­fót­spori mal­biks­ins.

mbl.is sótt 29/10/2020