Nýsamþykkt lög stuðla að stórauknum framlögum til almannaheillastarfsemi

Birtist á stjornarradid.is 21/04/2021 Gera má ráð fyrir milljarðaaukningu til almannaheillastarfsemi með nýsamþykktu frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra. Nýsamþykkt lög taka gildi 1. nóvember 2021. Þau fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi. Þá er einnig kveðið […]