Fjármagni beint í sjálfbæra uppbyggingu
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirritaði í dag fyrir hönd ríkisstjórnarinnar viljayfirlýsingu ásamt meginhluta íslensks fjármálamarkaðar þar sem lýst er vilja til að nýta fjármagn til að viðhalda sjálfbærri þróun og taka tillit til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands og þeirra viðmiða sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér.