Fyrirtæki og stofnanir eru í óða önn að setja sér umhverfisstefnu. Mörg fyrirtæki hafa sett sér mjög metnaðarfull markmið á sviði umhverfismála.
Umhverfisstefni er mikilvægt stefnumótunar verkfæri sem vert er að nýta sér og eyða tíma í að móta. Þegar fyrirtæki og stofnanir hafa sett sér umhverfisstefnu er mikilvægt að átta sig á því hvernig best verður unnið með hana til þess að grænu skrefin náist hægt og bítandi. Setja sér skammtíma- og langtímamarkmið og vinna sig skipulega í átt að lokamarkmiðinu.
Hér fyrir neðan birtum við umhverfisstefnur fyrirtækja og stofnanna sem eftir því sækjast. Það er ótvíræður kostur að geta nálgast umhverfisstefnur á einum stað. Fyrirtæki og stofnanir geta þá einfaldlega smellt á og skoðað umhverfisstefnur annarra til að spegla sína eigin stefnu og /eða fá hugmyndir. Við erum alltaf sterkari saman.
Ef þitt fyrirtæki eða stofnun vill vera með endilega smelltu á hnappinn og sendu okkur skilaboð og við finnum út úr þessu saman.
Prentmet Oddi er með vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Frá stofnun hefur Prentmet Odda lagt sig fram við að minnka neikvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Svansvottun prentsmiðjunnar tryggir að Prentmet Odda er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfi og heilsu.
Árið 2015 setti Brim af stað umfangsmikla umhverfisáætlun undir yfirskriftinni „Hrein virðiskeðja sjávarútvegs“. Brim hefur undir þeirri áætlun unnið markvisst að því að kortleggja umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði.
Mjólkursamsalan (MS) einsetur sér í allri starfsemi sinni, allt frá söfnun mjólkur frá framleiðendum til framleiðslu og dreifingar fullunninnar vöru til viðskiptavina, að starfa í sátt við umhverfi sitt og náttúru landsins hverju sinni. Með stefnu sinni leitast fyrirtækið við að endurspegla umhverfisvæn sjónarmið í öllum skrefum virðiskeðjunnar og leggja þar með ríka áherslu á bestu umgengni okkar til verndar umhverfinu og náttúru landsins.
Mannvit leitast við að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og fylgir lagalegum kröfum á sviði umhverfismála.
Vegagerðin einsetur sér að vera framsýn í umhverfismálum og starfa af fagmennsku.
Skógræktin vill vera til fyrirmyndar í umhverfismálum, að neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni séu í lágmarki og aðgerðum sé beitt til að bæta um fyrir þau. Stofnunin leggur áherslu á að draga úr losun eftir megni. Sömuleiðis mun stofnunin kolefnisjafna með sérstökum gróðursetningarverkefnum alla losun sem af starfsemi hennar hlýst. Stefnt er að alþjóðlegri vottun á allri kolefnisjöfnun Skógræktarinnar.
Umhverfisstefna er hluti af gæðastefnu SS og felur í sér að starfsemi SS skal vera í sátt við umhverfið og hafa eins lítil skaðleg áhrif og kostur er. Í þessu felast eftirfarandi meginþættir.
Þessi umhverfisstefna er staðfesting á því að fyrirtækið vinnur að því markmiði að draga úr öllum neikvæðum umhverfisáhrifum af sinni daglegu starfsemi.