182 hleðslu­stæði verða tek­in í notk­un hjá ON í fe­brú­ar. Stæðin, sem staðsett eru á 32 stöðum í Reykja­vík og fjór­um stöðum í Garðabæ, eru fyr­ir tvo til sex raf­bíla í hleðslu.

Hleðsl­un­um verður komið fyr­ir í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög­in tvö við al­menn bíla­stæði í þeirra eigu; við skóla, versl­an­ir, sund­laug­ar og menn­ing­ar­stofn­an­ir.

„Með þess­ari innviðaupp­bygg­ingu er tekið stórt skref til að efla orku­skipti og koma til móts við þarf­ir allra raf­bíla­eig­enda, þ.m.t. ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Til að geta nýtt sér hleðslurn­ar þurfa raf­bíla­eig­end­ur að vera með ON-lyk­il. Þegar er um helm­ing­ur hleðslu­stöðvanna kom­inn upp og gert er ráð fyr­ir að klára upp­setn­ing­ar á öll­um staðsetn­ing­um á næstu vik­um.

mbl.is sótt 31/01/2021