Nýliðinn sept­em­ber­mánuður var heit­asti sept­em­ber á jörðu frá upp­hafi mæl­inga. Þetta sýna mæl­ing­ar frá Kóperník­us, sam­starf­verk­efni Evr­ópu­sam­bands­ins um lofts­lags­rann­sókn­ir.

Þrír mánuðir árs­ins hafa nú verið þeir heit­ustu frá upp­hafi mæl­inga – janú­ar, maí og sept­em­ber – en apríl og júní voru ná­lægt því sömu­leiðis. Þá stefn­ir í að árið í heild verði svipað ár­inu 2016, sem er heit­asta ár í sögu mæl­inga.

Sé litið til síðustu tólf mánaða, októ­ber 2019 til sept­em­ber 2020, hef­ur hita­stig á jörðunni verið um 1,3 gráðum yfir meðal­hita fyr­ir iðnbylt­ingu. Er það ansi ná­lægt 1,5 gráða viðmiðinu sem sagt er í skýrslu ráðgjaf­ar­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna að muni valda „al­var­leg­um af­leiðing­um“.

Sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu frá 2016 stefna ríki heims að því að halda hlýn­un jarðar „vel fyr­ir neðan 2 gráður“ miðað við það sem var fyr­ir iðnbylt­ingu, og 1,5 gráður ef mögu­legt.

Veðuröfg­ar

Veðuröfg­ar mátti sjá víða um heim í liðnum mánuði. Á svæðum í Norður-Afr­íku og Tíbet var hiti mik­ill, en í Los Ang­eles-sýslu í Banda­ríkj­un­um náði hit­inn 49 gráðum. Fimm af sex stærstu skógar­eld­um í sögu Kali­forn­íu brunnu enn í lok mánaðar.

Íshell­an á norður­skaut­inu hef­ur aðeins einu sinni verið minni frá því mæl­ing­ar hóf­ust, en í sum­ar skrapp hún sam­an og er nú und­ir fjór­um millj­ón­um fer­kíló­metra. Eyk­ur sam­drátt­ur­inn enn á hlýn­un jarðar, þar sem ný­fall­inn snjór end­ur­varp­ar 80 pró­sent­um af geisl­um sól­ar­inn­ar aft­ur út í geim.

Græn­lands­jök­ull held­ur áfram að hopa, en að meðaltali bráðnuðu um þrjár millj­ón­ir tonna af ís úr ís­hell­unni á degi hverj­um árið 2019.

mbl.is sótt 07/10/2020