Um kolefnislosun.is

Fólkið sem stendur á bak við síðuna kolefnislosun.is og Yfirbragð ehf. eru þau Svavar Guðmundsson B.Sc. í Sjávarútvegsfræði og Guðrún Pétursdóttir M.Ed. og fyrrverandi skólastjóri. Þau eiga það sameiginlegt hafa brennandi áhuga á loftslagsmálum og að upplýsa almenning um það helsta sem er að gerast í þeim málum bæði hérlendis og erlendis.

Hugmyndin að síðunni kolefnislosun.is er tilkomin af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi kemur hún til af áhuga forráðamanna síðunnar á málaflokknum og í annan stað hversu umræðan um málefnið er oft á tíðum öfgakennd, villandi og óaðgengileg.

Í ljósi þessa finnst okkur mikilvægt að til sé einn staður sem birtir upplýsingar um málaflokkinn  á upplýsandi og hlutlausan hátt án þess að pólitík komi þar við sögu.

Kolefnislosun.is er fyrst og fremst frétta og upplýsingasíða um umhverfis- og loftslagsmál  með áherslu á kolefnislosun.

Á síðunni verður einnig fjallað um það hvað fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geta gert til að draga  úr kolefnislosun svo uppfylla megi þá alþjóðasáttmála sem við sem þjóð höfum skuldbundið okkur til að framfylgja á næstu árum.

Málaflokkurinn er gríðarlega stór og umræðan um hann hefur haft tilhneigingu til að skipta fólki í tvær ólíkar fylkingar þegar kemur að stóru málunum í umhverfis- og loftslagsmálum. Hverjar sem skoðanir fólks eru þá erum við búin að skuldbinda okkur til að minnka útblástur CO2 / koldíoxiðs í andrúmslofti um 30% fram til ársins 2030 skv. Parísarsamkomulaginu.

Parísarsamkomulagið er samkomulag alþjóðasamfélagsins í loftslagsmálum sem náðist í París í desember 2015.

Í samkomulaginu er í fyrsta sinn kveðið á um að öll ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðuhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti vegna breytinganna.

Enginn vafi leikur á því að framtíð Íslands í nýtingu orkuauðlinda er björt.  Þrátt fyrir það þurfum að gera betur til að ná markmiðum okkar en við erum í lykilstöðu ólíkt mörgum öðrum þjóðum.

Hér er því kominn hlutlaus og upplýsandi vettvangur  um umhverfis- og loftlagsmál þar sem almenningur og fyrirtæki geta sett sig inn í umræðuna á sínum eigin forsendum.  Kolefnislosun.is er að stíga sín fyrstu skref í nýjum skóm og mun því þróast og mótast á komandi tímum. Hafir þú athugasemdir eða ábendingar máttu endilega senda okkur þær í tölvupósti á netfangið, kolefnislosun@gmail.com

Reykjavík, 3. mars 2020

Hafa samband

Ertu með ábendingu eða efni sem þú vilt fá birt á síðunni?