Hvað var samið um í París?

Parísarsamkomulagið sem náðist á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, hefur verið fagnað víða um heim. En um hvað snýst það? Upplýsingaskrifstofa sameinuðuþjóðanna hefur tekið saman nokkrar algengar spurningar – og svör við þeim.

Parísarsamkomulagið

Parísarsamkomulagið er nýtt samkomulag í loftslagsmálum sem náðist í París í desember 2015. í samkomulaginu er í fyrsta sinn kveðið á um að öll ríki skuli bregðat við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti vegna breytinganna.

Í stuttu máli felst Parísarsamkomulagið í því að hvert aðildarríki setur sér markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi markmið verði endurskoðuð á fimm ára fresti þannig að leiði til frekari aðgerða og frekari minnkunar álosun. Því er um að ræða sjálfviljug markmið eða framlög ríkja. Hve langt hvert ríki skuli ganga er ekki tiltekið í samkomulaginu og þau markmið sem ríki lýstu yfir fyrir Parísarfundinn voru hógvær miðað við vandann sem skilgreindur er í samkomulaginu.

Í Parísarsamkomulaginu er kveðið á um að aðferðin við minnkun gróðurhúsaloftegunda sé bindandi en markmiðin ekki. Eitt af markmiðum verkefnisins er að fá fyrirtæki á Íslandi til að taka þátt í verkefninu, bæði lítil og stór.

Tengdar fréttir

Hafa samband

Ertu með ábendingu eða efni sem þú vilt fá birt á síðunni?