Nýliðinn nóv­em­ber­mánuður var sá hlýj­asti í Evr­ópu sem sög­ur fara af. Haustið hef­ur aldrei verið jafn hlýtt í Evr­ópu og það var í ár, sam­kvæmt gögn­um frá Kópernikus, lofts­lags­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins.

Sam­kvæmt Kópernikus var loft­hit­inn í nóv­em­ber 0,8 gráðum hærri í nóv­em­ber 2020 en meðal­hit­inn á 30 ára tíma­bili, 1981-2010, og rúm­lega 0,1 gráðu hærri en fyrra met. 

Á Íslandi var tíðarfar ágætt í nóv­em­ber og sam­göng­ur greiðar. Að til­tölu var hlýj­ast aust­an­lands en að til­tölu kald­ast sunn­an- og vest­an­lands. Mjög kalt var á land­inu dag­ana 18. til 19. Óveðrasamt var á land­inu dag­ana 4. og 5. og aft­ur dag­ana 26. og 27.

Meðal­hiti í Reykja­vík í nóv­em­ber var 1,9 stig og er það 0,7 stig­um yfir meðallagi ár­anna 1961 til 1990, en -0,7 stig­um und­ir meðallagi síðustu tíu ára. Á Ak­ur­eyri var meðal­hit­inn 1,0 stig, 1,4 stig­um yfir meðallagi ár­anna 1961 til 1990, en 0,3 stig­um yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykk­is­hólmi var meðal­hit­inn 2,2 stig og 3,5 stig á Höfn í Hornafirði.

Sjá nán­ar hér

Óvenju­hlýtt er í New York og víðar um Banda­rík­in. AFP

Haustið í Evr­ópu, sept­em­ber til nóv­em­ber, var 1,9 gráðu hlýrra en í meðalári og 0,4 gráðum heit­ara en það var árið 2006 er fyrra met var sett.

Hita­stigið er tölu­vert hærra en eðli­legt er á norður­slóðum og í Síberíu þessa mánuðina. Sömu sögu er að segja frá Banda­ríkj­un­um, Suður-Am­er­íku og suður­hluta Afr­íku sem og aust­ur­hluta Suður­skauts­lands­ins og meiri­hluta Ástr­al­íu. 

Heit­ustu ár frá því mæl­ing­ar hóf­ust hafa öll verið eft­ir árið 2015.

mbl.is sótt 19/12/2020