Birtist á mbl.is 09/08/2021

Skýr­ari og ít­ar­legri gögn gefa til kynna að lofts­lags­breyt­ing­ar geri það að verk­um að af­taka­at­b­urðir á borð við ákafari rign­ingu, öfg­ar í hita­bylgj­um og þurrka verði al­geng­ari og af­drifa­rík­ari en áður. Þetta er ein af meg­inniður­stöðum skýrslu milli­ríkja­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar sem kom út í dag. 

Skýrsl­an er viðamik­il og fjall­ar um breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað í loft­hjúpi, hafi, freðhvolfi, á landi og í líf­ríki. Hún er fyrsti hluti 6. ritraðar nefnd­ar­inn­ar um lofts­lags­breyt­ing­ar og er unn­in af vinnu­hópi sem fjall­ar um nátt­úru­vís­indi og vís­inda­lega þekk­ingu á breyt­ing­um á veðurfari og lofts­lags­kerf­inu. Í skýrsl­unni er kynnt besta mat hingað til á lík­legri hlýn­un og hækk­un sjáv­ar­borðs í framtíðinni.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að nú sé enn greini­legra en áður að at­hafn­ir mann­kyns­ins séu meg­in­or­sök marg­vís­legra breyt­inga á lofts­lagi. Jökl­ar hafa hopað mikið, stóru ís­breiðurn­ar á Suður­skautsland­inu og Græn­landi eru að missa massa sinn og jökl­ar og ís­breiður utan heim­skauta­svæða hafa rýrnað mikið á síðustu 30 árum. 

Aðal­rit­ar­inn seg­ir ekk­ert rými fyr­ir af­sak­an­ir

Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna er ómyrk­ur í máli í yf­ir­lýs­ingu sinni um skýrsl­una:

„Hring­ing­ar viðvör­un­ar­bjalla eru ær­andi og sönn­un­ar­gögn­in eru óhrekj­an­leg: gróður­húsaloft­teg­und­ir frá brennslu jarðefna­eldsneyt­is og eyðing skóga eru að kæfa plán­et­una okk­ar og setja líf millj­arða manna í hættu.“

„Þess­ari skýrslu ber að vera rot­högg fyr­ir kola og jarðefna­eldsneyti áður en þau ganga af plán­et­unni dauðri. Ríkj­um ber að hætta allri nýrri olíu­leit og -vinnslu. Frá og með 2030 þarf að fer­falda sól­ar- og vindorku­fram­leiðslu og þre­falda fjár­fest­ing­ar í end­ur­nýj­an­legri orku. Þetta er nauðsyn­legt til þess að ná því marki að nettó los­un gróður­húsaloff­teg­unda verði eng­in um miðja öld­ina.“

„Ef við leggj­umst öll á eitt núna, get­um við af­stýrt lofts­lags­ham­förum. En eins og skýrsl­an sem kom út í dag sýn­ir fram á meg­um við eng­an tíma missa og það er ekk­ert rými fyr­ir af­sak­an­ir. Ég treysti því að odd­vit­ar ríkja og aðrir sem hlut eiga að máli tryggi að COP25, lofts­lags­ráðstefn­an verði ár­ang­urs­rík.“

Meiri öfg­ar síðan 1950

Skýrsl­an sýn­ir að síðan 1950 hafa verið meiri öfg­ar í ákafri úr­komu og þurrk­um og al­mennt meiri breyti­leiki í úr­komu víða á jörðinni. At­hafn­ir manna hafa haft áhrif á þess­ar breyt­ing­ar og hafa orðið breyt­ing­ar á úr­komu­mynstri víða um heim, þar með talið mons­ún-rign­ing­um. Auk þess hafa hita­belt­is­lægðir breyst og ná nú fleiri að verða öfl­ug­ir felli­byl­ir og ákaf­leg úr­koma fylg­ir þeim.

Við áfram­hald­andi hlýn­un má gera ráð fyr­ir áfram­hald­andi breyt­ing­um á hnatt­rænni hringrás vatns, að al­mennt verði meiri upp­guf­un raka og meiri úr­koma þegar litið er til jarðar­inn­ar allr­ar þótt staðbundið geti þurrk­ar auk­ist. 

Sam­kvæmt þróaðri reikn­ing­um en áður hafa verið til­tæk­ir er áætlað að meira en helm­ings­lík­ur séu á að hlýn­un nái 1,5°C snemma á fjórða ára­tug þess­ar­ar ald­ar, sem er fyrr en gert var ráð fyr­ir í sér­stakri skýrslu nefnd­ar­inn­ar sem kom út árið 2018.

Verði ekki gripið til mik­ils sam­drátt­ar í los­un gróður­húsaloft­teg­unda mun að meðaltali hlýna meira en um 1,5°C og jafn­vel 2°C á öld­inni.

Rýrn­un sex­fald­ast

Rýrn­un íss á suður­hveli hækk­ar sjáv­ar­borð við Ísland meira en rýrn­un ís­breiðunn­ar á Græn­landi. Þá hef­ur rýrn­un Græn­lands­jök­uls sex­fald­ast á síðustu þrem­ur ára­tug­um og ís­breiðan á Suður­skautsland­inu tapað mikl­um massa. 

Haf­ísút­breiðsla á norður­hveli hef­ur dreg­ist mjög mikið sam­an. Þótt marg­ir ferl­ar komi hér við sögu er ljós að at­hafn­ir mann­kyns hafi haft veru­leg áhrif um allt freðhvolfið. 

Á heimsvísu hækkaði sjáv­ar­staða hraðar á síðustu öld en í að minnsta kosti 3.000 ár, að meðaltali um 20 senti­metra á milli 1901 og 2018. Hraði hækk­un­ar­inn­ar jókst eft­ir því sem leið á síðustu öld og voru at­hafn­ir manna mjög lík­lega leiðandi þátt­ur í þess­um breyt­ing­um síðan 1971.

Því er spáð að verði ekk­ert aðhafst verði mjög lík­legt að fyr­ir miðbik 21. ald­ar­inn­ar verði Norðurís­hafið að minnsta kosti ís­laust að mestu að sum­ar­lagi. Hlýn­un mun einnig auka bráðnun sífrera og minnka árstíðabundna snjóþekju. 

Horf­urn­ar dökk­ar

Í skýrsl­unni seg­ir að nán­ast ör­uggt sé að sjáv­ar­staða muni halda áfram að hækka. Í þeirri sviðsmynd þar sem mest er lofað eru efri mörk hækk­un­ar um einn metri í lok ald­ar­inn­ar en einn til tveir metr­ar um miðbik næstu ald­ar. Ekki er hægt að úti­loka að hækk­un­in verði mun meiri, allt að tveir metr­ar í lok þess­ar­ar ald­ar og fimm metr­ar um miðbik þeirr­ar næstu, því mik­il óvissa rík­ir um stöðug­leika ís­breiðna á Græn­landi og Suður­skautsland­inu. 

Ónóg þekk­ing er á hröðum og hugs­an­lega óaft­ur­kræf­um breyt­ing­um og því er ekki hægt að úti­loka breyt­ing­ar inn­an lofts­lags­kerf­is­ins sem eru af­drifa­rík­ar en lík­leg­ar, til dæm­is í haf­hringrás og massatapi ís­hvela. Lík­ur á hruni á ís­breiðum Suður­skauts­lands­ins vaxa með tíma. 

Þá er talið mjög lík­legt að dragi úr styrk lóðréttr­ar hringrás­ar Atlants­hafs­ins á 21. öld, en ekki er víst hversu mikið. Miðlungs­vissa er fyr­ir því að hringrás­in hrynji ekki, en slíkt myndi hafa mik­il svæðis­bund­in áhrif á veðra­kerfi og úr­komu, allt frá kóln­un á sum­um svæðum og meiri hlýn­un á öðrum og jafn­vel til breyt­inga í mons­ún­kerf­um og mons­únúr­komu. 

Áhrif á Ísland

Breyt­ing­ar á ein­stök­um þátt­um í lofts­lags­kerf­is­ins geta haft af­leiðing­ar á Íslandi sam­kvæmt skýrsl­unni. Meðal þeirra eru hlýn­un sífrera í fjöll­um og hop jökla sem fylg­ir auk­in skriðuhætta, og einnig get­ur auk­in ákefð úr­komu eða rign­ing í stað snjó­komu að vetr­ar­lagi aukið skriðuhættu. 

Breyt­ing­ar á haf­straum­um í Norður-Atlants­hafi geta orðið af­drifa­rík­ar hér á landi en á meðal ólík­legra en af­drifa­ríkra breyt­inga er óstöðug­leiki ís­breiðanna á Suður­skautsland­inu og Græn­landi þar sem jökl­arn­ir kelfa í sjó fram. 

António Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir að skýrsl­an sé „rauð aðvör­un fyr­ir mann­kynið“.

„Hring­ing­ar viðvör­un­ar­bjall­anna eru ær­andi og sönn­un­ar­gögn­in eru óhrekj­an­leg: gróður­húsaloft­teg­und­ir frá brennslu jarðefna­eldsneyt­is og eyðing skóga eru að kæfa plán­et­una okk­ar og setja líf millj­arða manna í hættu,“ seg­ir aðal­fram­kvæmda­stjór­inn í yf­ir­lýs­ingu.

Mbl.is sótt 09/08/2021