Einnota and­lits­grím­ur og hansk­ar sem hafa hjálpað til við að bjarga manns­líf­um í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um ógna nú líf­um annarra. Þau líf eru ekki mann­leg held­ur ógna and­lits­grím­urn­ar og hansk­arn­ir villt­um dýr­um, sér­stak­lega fugl­um og sjáv­ar­dýr­um. 

Vís­inda­menn vara við því að einnota grím­ur og hansk­ar mengi nú sjó­inn og ár víða um heim. 

„Við telj­um að einnota grím­ur og hansk­ar séu lík­lega ógn við líf­ríki sjáv­ar,“ seg­ir Geor­ge Leon­ard, aðal vís­indamaður nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna Oce­an Concervancy. 

„Dýr, til dæm­is sjáv­ar­skjald­bök­ur, telja hanska stund­um vera mat. Sjáv­ar­skjald­bök­urn­ar, til dæm­is, halda að hansk­arn­ir séu mar­glytt­ur en þær eru aðal fæða sjáv­ar­skjald­bak­anna,“ bæt­ir Leon­ard við.

Hann seg­ir að fæðuvef­ur­inn all­ur sé í raun í hættu vegna þessa. 

„Þegar plöst­in brotna niður í um­hverf­inu verða til minni og minni agn­ir. Þær geta svo haft áhrif á nán­ast all­an fæðuvef­inn,“ seg­ir Leon­ard um málið.

mbl.is sótt 12/01/2021