Athygli er vakin á opnum kynningarfundi um spennandi samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð.

Verkefnið heitir Byggjum grænni framtíð og á rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Viðfangsefnið felst í að afla upplýsinga um losun mannvirkjagerðar á viðmiðunarári (2018), setja markmið um að minnka þá losun til 2030 og skilgreina aðgerðir svo það takist. Síðar á þessu ári verða niðurstöðurnar gefnar út í sérstöku skjali; Vegvísi að vistvænum mannvirkjum 2030.

Um 35 sérfræðingar víðsvegar úr byggingariðnaðinum hafa þegar hafið störf í sex hópum á vegum verkefnisins. Allir hagaðilar eru hvattir til að taka þátt í vinnustofum og samtölum sem munu fara fram á vegum hópanna á næstu vikum og mánuðum. Í vor verða svo drög að niðurstöðunum opnar fyrir umsagnir áður en endanleg útgáfa vegvísisins verður gefin út.

Sérfræðingur HMS er verkefnastjóri verkefnisins en í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá Grænni byggð, SI, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Samtökum iðnaðarins og félagsmálaráðuneytinu.

Á kynningarfundi verkefnisins þann 18. febrúar n.k. verður fjallað nánar um þetta spennandi og brýna verkefni, auk þess sem fulltrúar þriggja ólíkra hagaðila fjalla um tækifæri, áskoranir og ávinning varðandi vistvænni mannvirkjagerð út frá þeirra sjónarhorni.

Teams-hlekkur á fundinn er eftirfarandi:
https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_Y2NiMjZiMWQtNzEyNS00MTNiLTlkNmItN2ViMGJhZTg5ZWEw%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%22c7256472-2622-417e-8955-a54eeb0a110e%22%2c%22Oid%22%3a%2277abf675-972e-4f33-b250-0f1b5d4ecd16%22%7d

Fundurinn er öllum opinn.

Dagskrá:

Fundarstjóri: Lárus M. K. Ólafsson, Samtök iðnaðarins

Frekari upplýsingar um verkefnið verða aðgengilegar á vefsíðunni byggjumgraenniframtid.is, sem verður opnuð formlega á kynningarfundinum.

Þau sem vilja fá tölvupósta með tilkynningum um vinnustofur og aðrar vörður verkefnisins eru hvött til að skrá sig hér: http://eepurl.com/hqgnYX

hms.is sótt 15/02/2021