„Nú og þá: hverf­andi jökl­ar Íslands,“ er yf­ir­skrift um­fjöll­un­ar BBC um ís­lenska jökla sem hafa munað fíf­il sinn feg­urri og eru nú á und­an­haldi. Þar er rætt við feðgana Col­in og Kiern­an Baxter. Col­in Baxter, faðir­inn, er ljós­mynd­ari og kom hingað til lands árið 1989 og myndaði Skafta­fells­jök­ul. 30 árum síðar fór Kiern­an Baxter til Íslands og myndaði sama jök­ul.

Breyt­ing­in sem sjá má á mynd­um þeirra feðga, sem eru aðgengi­leg­ar á vef BBC, er veru­lega mik­il enda Skafta­fells­jök­ull nú mun minni en áður. Vís­inda­menn gera ráð fyr­ir því að hann hafi minnkað um 400 fer­kíló­metra vegna hlýn­un­ar jarðar. 

Bráðnun jökla vís­bend­ing um lofts­lags­breyt­ing­ar

„Ég ólst upp við að heim­sækja þessa mögnuðu staði og öðlaðist skiln­ing á ró­leg­um krafti þessa land­lags,“ sagði Kire­an Baxter, sem starfar sem lektor við há­skól­ann í Dundee. 

„Per­sónu­lega finnst mér hrika­legt að sjá jökl­ana breyt­ast svona gíf­ur­lega á und­an­förn­um ára­tug­um. Á yf­ir­borðinu er oft erfitt að sjá um­fang lofts­lags­breyt­inga en hér sjá­um við skýrt hversu al­var­legt ástandið er,“ sagði Kier­an Baxter. 

Á heimsvísu er bráðnun jökla tal­in ein helsta vís­bend­ing­in um það hvernig lofts­lag heims­ins hlýn­ar.

mbl.is sótt 01/02/2021