Birtist á mbl.is 16/06/2021

Alþjóðleg­ur um­hverf­is­háskóli á Suður­nesj­un­um, í sam­vinnu við Keili, er meðal aðgerða sem lagðar eru til af Suður­nesja­vett­vangi, sam­starfi sveit­ar­fé­lag­anna fjög­urra á Suður­nesj­um,  Isa­via, Kadeco og Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um.

Niður­stöðu vinnu sam­ráðsvett­vangs­ins voru kynnt­ar á fundi í Hljóma­höll­inni í Reykja­nes­bæ í dag und­ir yf­ir­skrift­inni Sjálf­bær framtíð Suður­nesja. 

Til­gang­ur­inn er inn­leiðing Heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna og hef­ur á vett­vang­in­um verið unnið að hug­mynd­um sem efla at­vinnu­líf og styrkja innviði svæðis­ins í átt að sjálf­bærri framtíð.

Þá er lagt til að Suður­nes­in haldi sam­eig­in­legt kol­efn­is­bók­hald, bæði op­in­ber­ar stofn­an­ir og fyr­ir­tæki og að sömu­leiðis verði sam­eig­in­leg lofts­lags­stefna mótuð fyr­ir Suður­nes­in í heild.

Einnig er lagt til að ásætt­an­leg lausn verði fund­in fyr­ir Suður­nesjalínu II.  Þetta er lagt til í sam­hengi við und­ir­mark­mið 7.1 um nú­tíma­lega og áreiðan­lega orkuþjón­ustu í boði alls staðar í heim­in­um á viðráðan­legu verði. 

Lögð voru til tólf verk­efni und­ir fjór­um meg­in mark­miðum. 

Önnur verk­efni sem lögð eru til eru: 

mbl.is sótt 16/06/2021