Ol­íu­notk­un í sjáv­ar­út­vegi nam 129 þúsund tonn­um á síðasta ári. Það er minnsta notk­un frá upp­hafi mæl­inga, sem ná aft­ur til árs­ins 1982, fyr­ir daga kvóta­kerf­is­ins.

Þetta má ráða af end­ur­skoðuðum töl­um Orku­stofn­un­ar um ol­íu­notk­un eft­ir geir­um sem voru birt­ar í sum­ar, að því er Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi greina frá

Notk­un­in var jafn­framt minni á ár­inu 2019 en fyrstu bráðabirgðatöl­ur stofn­un­ar­inn­ar bentu til, sem einkum má rekja til minni ol­íu­notk­un­ar inn­lendra fiski­skipa.

Sam­kvæmt end­ur­skoðuðum töl­um var ol­íu­notk­un inn­lendra fiski­skipa rúm 126 þúsund tonn á ár­inu 2019. Það er rúm­lega 3% minni notk­un á ár­inu en bráðabirgðatöl­urn­ar bentu til. 

Ol­íu­notk­un inn­lendra fiski­skipa dróst því sam­an um rúm 7% á milli ár­anna 2018 og 2019. Sam­drátt­ur­inn var öllu meiri í ol­íu­notk­un fiski­mjöls­verk­smiðja, eða 63%, þar sem notk­un­in nam tæp­lega 3 þúsund tonn­um.

Í heild nam sam­drátt­ur­inn í grein­inni um 10% á milli ára.

mbl.is sótt 28/09/2020