Birtist fyrst í frettabladid.is 11/04/2021

Dæmi eru um að skóg­ræktar­á­form ein­stak­linga og fé­laga­sam­taka tefjist vegna skipu­lags­hindrana sveitar­fé­laga. Skóg­ræktar­stjóri Skóg­ræktar ríkisins segir þetta „veru­legt á­hyggju­efni“ sem stafi fyrst og fremst af skrif­ræði ein­staka sveitar­stjórna.

rétta­blaðið greindi ný­lega frá töfum á fyrir­hugaðri skóg­rækt í landi Skál­holts­kirkju­staðar vegna skipu­lags­hindrunar. Sveitar­stjórn Blá­skóga­byggðar synjaði verk­efninu um fram­kvæmda­leyfi á grund­velli þess að breyta þyrfti deili­skipu­lagi svæðisins en á­formað hafði verið að rækta svo­kallaðan lofts­lags­skóg til kol­efnis­jöfnunar í sam­starfi við Kol­viðar­sjóð.

Þröstur Ey­steins­son, skóg­ræktar­stjóri Skóg­ræktarinnar, segir þetta ekki vera eins­dæmi en hann segir sam­bæri­leg mál koma upp nokkrum sinnum á ári:

„Það er veru­legt á­hyggju­efni, þegar við erum að reyna að setja okkur mark­mið í skóg­rækt, til dæmis að binda miklu meira kol­efni frá and­rúms­loftinu, að það séu þá svona hlutir sem letja mjög á­huga fólks á að rækta skóg. Það er hægt að drepa hann al­gjör­lega niður og við vitum um dæmi þess að fólk hafi gefist upp og hætt við,“ segir Þröstur.

Hafa ekki efni á að borga hálfa milljón í start­gjald

Guð­mundur Einar Skaga­lín Trausta­son er for­maður Skóg­ræktar­fé­lags Álfta­fjarðar sem á­formað hafði að sækja um fram­kvæmda­leyfi til skóg­ræktar á 6 hektara landi í Múla­þingi. Guð­mundur sendi inn ó­form­lega fyrir­spurn til sveitar­stjórnarinnar í febrúar á þessu ári til að spyrjast fyrir um mögu­legan kostnað við með­ferð málsins. Landið sem um ræðir er skil­greint sem land­búnaðar­land og fékk Guð­mundur þau svör að nauð­syn­legt væri að fara út í breytingar á aðal­skipu­lagi sveitar­fé­lagsins áður en hægt væri að hefja skóg­rækt á landinu.

Skipu­lags­full­trúar Múla­þings gáfu Guð­mundi þau svör að kostnaðurinn við slíkar skipu­lags­breytingar myndi nema tæpum 500.000 krónum en Guð­mundur segir skóg­ræktar­fé­lagið ekki hafa efni á slíku, þar sem um sé að ræða fá­mennt fé­lag á­huga­manna:

„Við erum fimm­tán manns í þessu fé­lagi, við getum ekki slegið út hálfri milljón í start­gjald. Við eigum eftir að gera girðingu, sem við náttúr­lega kostum sjálf, og við getum ekki farið að borga fyrst hálfa milljón, svo að girða og svo að planta. Þetta gengur ekki upp,“ segir Guð­mundur.

Í patt­stöðu milli sveitar­stjórnar og Minja­stofnunar

Jakob K. Kristjáns­son, land­eig­andi á Hóli í Hvamms­sveit, sótti um fram­kvæmda­leyfi hjá sveitar­stjórn Dala­byggðar til skóg­ræktar á­samt tveimur öðrum land­eig­endum haustið 2019. Um­sóknirnar voru sam­þykktar í mars 2020 en voru þó bundnar þeim skil­yrðum að fyrir þyrfti að liggja um­sögn Minja­stofnunar Ís­lands um forn­minjar og sam­þykki eig­enda að­liggjandi jarða.

Þegar Jakob óskaði eftir um­sögn Minja­stofnunar fékk hann hins vegar það svar að ekki væri hægt að veita hana þar sem Dala­byggð hefði ekki lokið forn­leifa­skráningu í tengslum við aðal­skipu­lag sveitar­fé­lagsins. Honum var því gefinn sá kostur að láta sjálfur fram­kvæma forn­leifa­skráningu á eigin kostnað en einu aðilarnir sem geta fram­kvæmt slíkar skráningar eru sjálf­stætt starfandi forn­leifa­fræðingar og getur kostnaðurinn við slíkt hlaupið á hundruðum þúsunda og allt upp í nokkrar milljónir króna.

„Þá ertu kominn með svona Catch-22 dæmi,“ segir Jakob og bætir við að krafan um að um­sögn Minja­stofnunar liggi fyrir áður en fram­kvæmda­leyfi sé veitt sé hvergi að finna í lögum.

„Þar með ertu kominn í svona stöðu þar sem að sveitar­stjórn af­greiðir ekki málið vegna þess að þeir segja að það sé skil­yrði að um­sögn Minja­stofnunar liggi fyrir, Minja­stofnun segir að sveitar­stjórn sé ekki búin að ljúka skráningu forn­minja í sínu landi, þess vegna geti þau ekki veitt um­sögn og skógar­bóndinn situr fastur þarna á milli,“ segir Jakob.

Kærðu til úr­skurðar­nefndar um­hverfis- og auð­linda­mála

Jakob og hinir land­eig­endurnir á­kváðu að fara þá leið að kæra málið til úr­skurðar­nefndar um­hverfis- og auð­linda­mála í lok mars 2020. Úr­skurður var gefinn út í októ­ber sama ár og sam­kvæmt honum var ekki laga­stoð til að krefjast sam­þykkis eig­enda annarra jarða og var það skil­yrði því fellt úr gildi. Skil­yrðið um að um­sögn Minja­stofnunar skyldi liggja fyrir var þó talið lög­mætt og látið standa en úr­skurðar­nefndin mat það svo að skil­yrðið hafi þegar verið upp­fyllt með bréfum sem Minja­stofnun sendi varðandi um­ræddar jarðir í apríl 2020.

Í úr­skurðinum var jafn­framt tekið fram að „af hálfu sveitar­fé­lagsins var sam­þykkt fram­kvæmda­leyfanna ekki bundin skil­yrði um efni um­sagnanna heldur einungis að þeirra yrði aflað.“

Jakob segir úr­skurðinn vera for­dæmis­gefandi og það helsta sem megi túlka úr honum sé það að Minja­stofnun hafi ekki laga­heimild til að stöðva skóg­rækt með því að láta á­byrgðina á forn­leifa­skráningu í hendur land­eig­enda. Sveitar­stjórnir geti beðið um um­sögn Minja­stofnunar áður en þær veiti fram­kvæmda­leyfi en þær séu ekki skyldugar til þess og efni um­sagnanna sé ekki for­senda fyrir leyfis­veitingunni.

„Þannig að niður­staðan er ein­fald­lega sú að það er engin laga­heimild fyrir hendi til þess að þessi um­sögn Minja­stofnunar verði skil­yrði og því síður er laga­heimild fyrir hendi að skógar­bóndi skuli borga fyrir þessa forn­minja­skráningu,“ segir Jakob.

Í kjöl­far úr­skurðarins fékk Jakob hið lang­þráða fram­kvæmda­leyfi og fær hann út­hlutað fyrstu plöntunum í vor og getur þá loks hafið hina eigin­legu skóg­rækt. Þó er ljóst að þessi mála­ferli hafa sett stórt strik í reikninginn og tafið fram­kvæmdina um hátt í tvö ár.

skógræktarstjóri
Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri Skógræktarinnar, segir geðþótta ekki eiga heima í opinberri stjórnsýslu. Mynd/Aðsend

Geð­þótti á ekki heima í opin­berri stjórn­sýslu

Þröstur Ey­steins­son, skóg­ræktar­stjóri Skógræktarinnar, segir sveitar­fé­lög hafa völd til að hrein­lega koma í veg fyrir skóg­rækt:

„Það er búið að koma hlutum þannig fyrir að sveitar­fé­lög hafa skipu­lags­valdið um skipu­lag lands og þau hafa völd til að bók­staf­lega koma í veg fyrir skóg­rækt í sveitar­fé­laginu. Sveitar­fé­lög geta tekið þá stefnu að beita svona hlutum sem er heimild fyrir í lögum, vissu­lega, til að koma í veg fyrir að fólk vilji fara í skóg­rækt og það er með því að gera til dæmis fram­kvæmda­leyfis­ferlið ó­þarf­lega erfitt, það er með því að túlka skipu­lags­lög ó­þarf­lega strangt,“ segir Þröstur.

Skrif­ræði komi í sjálfu sér ekki í veg fyrir skóg­rækt en það geti hæg­lega orðið til þess að hún tefjist eða fæli frá til­vonandi skógar­bændur eins og gerðist í máli Guð­mundar Einars. Þröstur segir þó vilja vera hjá Skóg­ræktinni til að leysa þau á­greinings­mál sem koma upp á milli skógar­bænda og sveitar­stjórna.

„Skipu­lags­valdið þarf að vera byggt á lögum, geð­þótti á ekki heima í opin­berri stjórn­sýslu, það er það sem þetta snýst um. Fólk sem er ráðið til starfa hefur ýmsar skoðanir, þá er ég að tala um skipu­lags­full­trúa, en þegar fólk í stjórn­sýslu lætur sínar per­sónu­legu skoðanir hafa á­hrif, þá er um geð­þótta að ræða og það á ekki heima í opin­berri stjórn­sýslu,“ segir Þröstur.

frettabladid.is sótt 11/04/2021