94% minni losun með því að hætta fraktflugi
Færeyska laxeldisfyrirtækið Hiddenfjord hætti í október öllum vöruflutningi með flugi og með því minnkaði losun koltvísýrings vegna vöruflutninga fyrirtækisins um 94%. Fyrirtækið er fyrsta eldisfyrirtækið í heimi sem tekur jafn afdráttarlausa ákvörðun sem dregur úr kolefnislosun í takti við markmið Sameinuðu þjóðanna um brýnar loftslagaðgerðir, að því er fram kemur í umfjöllun World Fishing & Aquaculture. […]
Airbus kynnir flugvélar án útblásturs
Þrjár gerðir af Airbus-vélum hafa verið kynntar. Allar stuðla þær að markmiði félagsins um kolefnislaust flug.