Fær­eyska lax­eld­is­fyr­ir­tækið Hidd­en­fjord hætti í októ­ber öll­um vöru­flutn­ingi með flugi og með því minnkaði los­un kolt­ví­sýr­ings vegna vöru­flutn­inga fyr­ir­tæk­is­ins um 94%.

Fyr­ir­tækið er fyrsta eld­is­fyr­ir­tækið í heimi sem tek­ur jafn af­drátt­ar­lausa ákvörðun sem dreg­ur úr kol­efn­is­los­un í takti við mark­mið Sam­einuðu þjóðanna um brýn­ar lofts­lagaðgerðir, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un World Fis­hing & Aquacult­ure.

Eld­islax er með mun minna kol­efn­is­spor en aðrir prótein­gjaf­ar eins og nauta-, lamba- eða svína­kjöt og með því að láta af flutn­ing­um með flugi er var­an tal­in verða mun um­hverf­i­s­vænni og sé sjálf­bær kost­ur.

„Staðreynd­irn­ar tala sínu máli, við þurf­um öll án taf­ar að hætta að nota flug­vél­ar til vöru­flutn­inga og þannig draga úr lofts­lags­breyt­ing­um,“ seg­ir Atli Gre­ger­sen, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Hidd­en­fjord. „Ef við ætl­um raun­veru­lega að geta sagst vera sjálf­bært fyr­ir­tæki verðum við að taka ábyrg­ar ákv­arðanir.“

Hef­ur vakið áhuga

Þá seg­ir í um­fjöll­un­inni að neyt­end­a­rann­sókn­ir hafa sýnt að Hidd­en­fjord hafi tek­ist að tryggja óbreytt gæði við af­hend­ingu þrátt fyr­ir að vör­ur séu ekki leng­ur flutt­ar með flugi. „Þrátt fyr­ir að stöðvun frakt­flugs hef­ur verið mik­il breyt­ing fyr­ir marga viðskipta­vini okk­ar, erum við ánægð með að hafa sýnt fram á að við get­um tryggt okk­ar þekktu gæði – nú með miklu lægra kol­efn­is­fót­spor,“ er haft eft­ir Óla Han­sen, sölu­stjóra Hidd­en­fjord.

Bæt­ir Óli við að breyt­ing­in hafi gert það að verk­um að nýir kaup­end­ur sem hafa sér­stak­an áhuga á sjálf­bærni sýni vör­um Hidd­en­fjord áhuga.

Ákvörðun fyr­ir­tæk­is­ins er nokkuð önn­ur en tíðkast hef­ur í grein­inni, en leitað hef­ur verið ýmsa leiða hér á land sem og er­lend­is að tryggja fljóta af­hend­ingu til fjar­lægra markaða.

mbl.is sótt 22/01/2021