Fólk ómeðvitað um kolefnisspor netsins
Þrír nemendur við Tækniskólann unnu til verðlauna hjá Landvernd fyrir myndband um kolefnisspor samfélagsmiðla og streymisveita. Þeir segja þetta mikið vandamál sem fáir séu meðvitaðir um, enda mengunin ekki sýnileg. Þrír sextán ára nemendur við Tækniskólann, Axel Bjarkar Sigurjónsson, Hálfdán Helgi Matthíasson og Sölvi Bjartur Ingólfsson, eru sigurvegarar keppninnar Ungt umhverfisfréttafólk sem Landvernd stendur fyrir. […]