Þór­dís Kol­brún Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, sagði á fundi Samorku í dag að hún vildi að tek­in yrði ákvörðun um að hefja vetn­is­fram­leiðslu hér á landi.

Þór­dís tók þátt í pall­borðsum­ræðum á fund­in­um sem bar yf­ir­skrift­ina Græn end­ur­reisn.

Þór­dís sagði Íslend­inga að ein­hverju leit lifa á fornri frægð þegar kem­ur að orku­mál­um, en hér hafi verið ákveðið að leggja hita­veit­ur og nýta end­ur­nýj­an­lega orku. Þá sagði Þór­dís Íslend­inga ekki mega sofna á verðinum, halla sér aft­ur og bíða eft­ir að tæki­fær­in komi. Alls staðar ann­ars staðar í heim­in­um sé verið að þróa end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa sem muni veita orku­markaði á Íslandi sam­keppni. 

„Við höf­um ákveðið for­skot, en það verður ekki hjá okk­ur enda­laust. Ef við tök­um þessa ákvörðun þýðir það líka að reglu­verkið þarf að styðja við það, sem er í dag of flókið, það þarf frek­ari raf­orku­fram­leiðslu í þau verk­efni og það þarf þá sátt um það,“ sagði Þór­dís.

Páll Erland, fram­kvæmda­stjóri Samorku. Ljós­mynd/​Aðsend

Frum­vörp sem tak­marka tæki­fær­in

Páll Erland, fram­kvæmda­stjóri Samorku, sagði að um all­an heim sé verið að huga að end­ur­reisn hag­kerfa eft­ir far­ald­ur­inn, sam­hliða því að draga úr kol­efn­is­fót­spor­um. Þá sagði hann það blasa við að spurn eft­ir grænni orku og græn­um lausn­um muni aukast mikið. 

Páll sagði frum­vörp liggja fyr­ir á Alþingi sem bein­lín­is tak­marki aðgengi þjóðar­inn­ar og kom­andi kyn­slóða að end­ur­nýj­an­leg­um orku­auðlind­um sín­um á stór­um hluta lands­ins og tak­marki þar með þátt­töku Íslands í þeirri veg­ferð. Vís­ar Páll þá í ramm­a­áætl­un þrjú og frum­varp um miðhá­lend­isþjóðgarð.

Hann sagði þau einnig draga veru­lega  úr mögu­leik­um á styrk­ingu eða upp­bygg­ingu grænna orku­innviða sem framtíðin gæti kallað á.

„Ísland hef­ur allt til að bera til að grípa þau tæki­færi sem við okk­ur blasa og ná fram grænni end­ur­reisn ef við bara tök­um hönd­um sam­an og lát­um af því verða,“ sagði Páll.

mbl.is sótt 04/02/2021