Al­var­leg­ar vís­vit­andi skemmd­ar­verk á um­hverfi munu varða allt að tíu ára fang­elsi sam­kvæmt nýj­um lög­um um vist­morð (fr. écocide) sem franska rík­is­stjórn­in kynnti á dögunum og verða lögð fyr­ir þingið.

Lög­in voru meðal þess sem lagt var til á þjóðfund­ur um um­hverf­is­mál, sem stjórn­völd boðuðu til á síðasta ári, þar sem 150 al­menn­ir borg­ar­ar ræddu um­hverf­is­mál og lögðu fram hug­mynd­ir.

„Við ætum að skil­greina al­menn los­un­ar­brot,“ seg­ir Eric Dupont-Mor­etti, dóms­málaráðherra. „Refs­ing­in verður í sam­ræmi við ásetn­ing þess brot­lega.“ Mark­miðið væri er að brotamaður þurfi að greiða allt að tí­falt það sem hann hefði hagn­ast á brot­un­um.

Þá munu Frakk­ar skil­greina „ógn við um­hverfi“ sér­stak­lega í lög­um sín­um, en sam­kvæmt þeim geta hugs­an­leg­ir brota­menn verið sektaðir jafn­vel áður en þeir fram­kvæma verknaðinn.

Alls voru 149 til­lög­ur lagðar fram á þjóðfund­in­um, en Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti hef­ur boðað að stjórn­völd muni fram­kvæma 146 þeirra. 

mbl.is sótt 25/11/2020