Birtist á mbl.is 05/07/2021

Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hef­ur hlotið sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans, fyrst fyr­ir­tækja. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um. 

Fé­lagið fær sjálf­bærni­merkið vegna MSC-vottaðra fisk­veiða.

Í sjálf­bærni­merki Lands­bank­ans felst að þegar fyr­ir­tæki sæk­ir um lán hjá bank­an­um get­ur það óskað eft­ir sjálf­bærni­merk­inu. Til þess að hljóta það þarf verk­efnið sem verið er að fjár­magna að falla und­ir skil­greind skil­yrði og verk­efna­flokk í sjálf­bærri fjár­má­laum­gjörð Lands­bank­ans.

Dæmi um sjálf­bær verk­efni eru til að mynda orku­skipti i sam­göng­um, end­ur­nýj­an­leg raf­orku­fram­leiðsla, sjálf­bærni­vottaðar fisk­veiðar, vist­væn­ar bygg­ing­ar og verk­efni sem stuðla að fé­lags­legri upp­bygg­ingu er kem­ur fram í til­kynn­ingu. 

mbl.is sótt 06/07/2021