Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is skrifar á mbl.is þann 01/06/2021

Það er ekki ein­ung­is ríkið sem mun þurfa að leggja sitt af mörk­um í þágu lofts­lags­mark­miðanna og er því mik­il­vægt að eiga sam­tal við at­vinnu­grein­arn­ar, út­skýr­ir Guðný Kára­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Lofts­lags­ráði, í sam­tali við 200 míl­ur. Ráðið stend­ur fyr­ir streym­is­fundi um sjáv­ar­út­vegi og lofts­lagsvæna upp­bygg­ingu í grein­inni á morg­un.

„Á þess­um viðburði verður varpað ljósi á los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá sjáv­ar­út­vegi, ástæður fyr­ir sam­drætti á síðustu árum skoðaðar og rætt hvernig auka megi metnaðinn, áskor­an­ir og tæki­færi, sem og að tengja lofts­lags­metnað við framtíðar­sýn grein­ar­inn­ar,“ seg­ir í lýs­ingu fund­ar­ins.

Þát­tak­end­ur í sam­tal­inu verða Gréta María Grét­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ný­sköp­un­ar, sam­fé­lags­ábyrgðar og fjár­festa­tengsla hjá Brim, Pét­ur Haf­steinn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is, Sveinn Agn­ars­son, pró­fess­or í hag­fræði við viðskipta­deild HÍ og Bjarni Hjart­ar­son, far­ar­tækja­hönnuður hjá NAVIS.

Einnig taka þátt Hall­dór Þor­geirs­son, formaður Lofts­lags­ráðs og Hrönn Hrafns­dótt­ir, sér­fræðing­ur á um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar. Fund­ar­stjóri er Snjó­laug Ólafs­dótt­ir ráðgjafi í sjálf­bærni­mál­um hjá EY.

mbl.is sótt 14/06/2021