Fyr­ir­hugað er að friðlýsa vot­lend­is­svæði Fitja­ár í Skorra­dal og alls bár­ust 13 at­huga­semd­ir og ábend­ing­ar við fyr­ir­hugaða friðlýs­ingu. Meðal ann­ars er bent á að betra hefði verið að stækka svæðið þannig að það næði að Vatns­horns­skógi sem var friðlýst­ur 2009. Skóg­rækt­in er ekki á sama máli en hún hef­ur um­sjón með jörðinni Vatns­horn sem er í eigu rík­is­ins. Tel­ur Skóg­rækt­in rétt­ara að gróður­setja skóg á svæðinu þar sem það vanti fleiri tré til kol­efn­is­bind­ing­ar. Ef svæðið er friðlýst er ekki heim­ilt að gróður­setja þar. 

En eins og Þröst­ur Ey­steins­son skóg­rækt­ar­stjóri bend­ir á í sam­tali við mbl.is fara ólík­ar leiðir nátt­úru­vernd­ar ekki alltaf sam­an, svo sem friðlýs­ing eða kol­efn­is­bind­ing.

Sjá nán­ar hér

Mark­miðið með friðlýs­ingu svæðis­ins er að vernda víðlent, sam­fellt og lítið raskað vot­lend­is­svæði við Fitjaá þar sem skipt­ast á mýr­ar og fló­ar. Svæðið gegn­ir fjöl­breyttu hlut­verki í vist­kerf­um og er meðal ann­ars mik­il­vægt búsvæði plöntu- og fugla­teg­unda. Friðlýs­ing­in miðar jafn­framt að því að vernda og viðhalda teg­unda­fjöl­breytni svæðis­ins og vist­fræðileg­um ferl­um sem og stuðla að ákjós­an­legri vernd­ar­stöðu teg­unda og fræðslu um vot­lend­is­svæðið.

Búið er að aug­lýsa til­lögu að friðlýs­ingu svæðis­ins þar sem öll­um gafst kost­ur á að senda inn at­huga­semd­ir og ábend­ing­ar. Næsta skref er að klára úr­vinnslu og í kjöl­farið verður mál­inu vísað til ráðherra til ákvörðunar að sögn Hild­ar Vé­steins­dótt­ur, teym­is­stjóra friðlýs­inga og starfs­leyfa hjá Um­hverf­is­stofn­un.

Vatns­horn er land­nám­sjörð sem kem­ur fyr­ir í Land­námu og Íslend­inga­sög­un­um, meðal ann­ars þjóðleiðin um Síld­ar­manna­göt­ur. Síld­ar­manna­göt­ur liggja um hlíðina meðfram bæj­ar­lækn­um í Vatns­horni.

„Framdal­ur­inn” eða fram-Skorra­dal­ur er forn mál­venja yfir fremsta (innsta) hluta Skorra­dals, sem land­fræðilega til­heyr­ir sókn Fitja­kirkju. Framdal­ur­inn er aust­asti hluti Skorra­dals­vatn auk dals­ins þar fyr­ir inn­an, seg­ir í til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð sem er að finna á vef Skorra­dals. 

Framdal­ur­inn var staðfest­ur sem nýtt vernd­ar­svæði í byggð af Lilju Al­freðsdótt­ur mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, í fe­brú­ar. 

Vernd­ar­svæði í byggð eru af­mörkuð svæði með sögu­legt gildi þar sem ákveðið hef­ur verið að stuðla að vernd og varðveislu byggðar. 

Óheim­ilt að gróður­setja í friðlandi

Eitt af því sem gerðar eru at­huga­semd­ir um í at­huga­semdn­um við friðlýs­ingu er að stækka ætti friðlýs­ing­ar­svæðið til að koma í veg fyr­ir að barr­tré verði gróður­sett þar og eins sé lúpína far­in að dreifa úr sér. Tekið skal fram að ekki eru uppi hug­mynd­ir um að gróður­setja barr­tré í vot­lend­inu held­ur í Vatns­horns­hlíðinni sem ekki er inn­an þess svæðis sem á að friðlýsa held­ur er á milli þess svæðis sem var friðlýst árið 2009 og þess svæðis sem til stend­ur að friðlýsa. 

Tekið er fram í svari Um­hverf­is­stofn­un­ar að ekki sé gert ráð fyr­ir gróður­setn­ingu barr­trjáa inn­an marka svæðis­ins sem til stend­ur að friðlýsa enda óheim­ilt að gróður­setja plönt­ur á svæðinu. 

„Hvað varðar lúpínu er ákvæði í sömu grein til­lögu að aug­lýs­ingu að óheim­ilt sé að sleppa eða dreifa fram­andi líf­ver­um, þ.m.t. rækta fram­andi plöntu­teg­und­ir. Lúpína flokk­ast sem fram­andi plöntu­teg­und. Al­mennt er það þannig á friðlýst­um svæðum að unnið er að upp­ræt­ingu slíkra teg­unda,“ seg­ir í svari Um­hverf­is­stofn­un­ar. 

Lögðust gegn friðlýs­ingu brekk­unn­ar

Í sam­tali við blaðamann mbl.is staðfest­ir Þröst­ur Ey­steins­son skóg­rækt­ar­stjóri að Skóg­rækt­in hafi lagst gegn friðlýs­ingu brekk­unn­ar (stund­um nefnd Vatns­horns­hlíð eða Vatns­horns­brekka) í landi Vatns­horns í Skorra­dal.

Skóg­rækt­in og Skorra­dals­hrepp­ur unnu sam­an að því að kaupa jörðina Vatns­horn árið 1995 til að forða Vatns­horns­skógi frá því að verða skipt upp í sum­ar­húsalóðir seg­ir Þröst­ur.

Skóg­rækt­in lét í fram­hald­inu reisa girðing­una sem nú friðar skóg­inn fyr­ir beit og lagði til að skóg­ur­inn yrði sett­ur á fyrstu nátt­úru­verndaráætl­un um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins árið 2004. Vatns­horns­skóg­ur var form­lega lýst­ur friðland sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um í byrj­un árs 2009. Vatns­horns­skóg­ur er vöxtu­leg­asti nátt­úr­legi birki­skóg­ur á Vest­ur­landi.

Helsta mark­mið friðlýs­ing­ar­inn­ar er að fram­vinda skóg­ar­ins fái að halda áfram án inn­gripa þannig að með tím­an­um lík­ist skóg­ur­inn þeim skóg­um sem tóku á móti land­náms­mönn­um fyr­ir um meira en 1.100 árum. Vatns­horns­skóg­ur verður þannig ómet­an­leg upp­spretta þekk­ing­ar á nátt­úr­leg­um birki­skóga­vist­kerf­um að því er seg­ir á vef Skóg­rækt­ar­inn­ar.

Þröst­ur seg­ir að Vatns­horns­skóg­ur sé í um­sjón Skóg­rækt­ar­inn­ar en með aðkomu Um­hverf­is­stofn­un­ar vegna friðlýs­ing­ar­inn­ar.

„Vatns­horns­skóg­ur er í ysta hluta jarðar­inn­ar. Þar fyr­ir inn­an tek­ur við skóg­laus brekka,  svo nefnd Vatns­horns­brekka, það var alltaf hug­mynd­in hjá okk­ur í Skóg­rækt­inni að gróður­setja í brekk­unni og rækta þar skóg. Suðaust­an við Vatns­horns­skóg er jörðin Bakka­kot sem hef­ur verið í eigu Skóg­rækt­ar­inn­ar í ára­tugi en þar er furu- og greni­skóg­ur í um­sjá Skóg­rækt­ar­inn­ar. Þar á milli er þessi skóg­lausa brekka, um það bil 3 km að lengd,“ seg­ir Þröst­ur.

Vildi stækka friðlandið

Þegar Um­hverf­is­stofn­un kynnti áform um friðlýs­ingu vot­lend­is og óshólma Fitja­ár í Skorra­dal lagði Hulda Guðmunds­dótt­ir ann­ar eig­andi jarðar­inn­ar Fitj­ar, til að að fellt yrði und­ir eitt friðland Vatns­horns­skóg og flóðslétta Fitja­ár og brekk­una þar á milli.

Í viðtali við Morg­un­blaðið í nóv­em­ber seg­ir hún að þar sé að koma upp mikið af birki eft­ir að tekið var fyr­ir alla beit búfjár. „Með sam­teng­ingu yrði fjöl­breytt svæði í einu friðlandi, það er að segja birki­skóg­ur, vot­lendi og vist­kerfi í end­ur­heimt, sem sé í sam­ræmi við fyrstu grein nýju skóg­rækt­ar­lag­anna. Rík­is­eign­ir voru sam­mála þess­ari áherslu en Hulda seg­ir að Skóg­rækt­in hafi sem not­andi lands­ins komið í veg fyr­ir það. Stofn­un­in hafi áhuga á að rækta öðru­vísi skóg í þess­ari brekku,“ seg­ir í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins frá því í nóv­em­ber.

Þörf á meiri skógi til kol­efn­is­bind­ing­ar

Þröst­ur seg­ir að Skóg­rækt­in hafi spurt af þessu til­efni hvers vegna hafi þurft að friðlýsa brekk­una, það er Vatns­horns­brekk­una. „Það er al­veg hægt að ganga og keyra þarna á milli og ekk­ert sem breyt­ir því að hægt er að fara á milli þess­ara tveggja friðlýstu svæða hvort sem brekk­an er friðlýst eða ekki,“ seg­ir Þröst­ur.

„Við erum með áform um að gróður­setja þarna skóg og stefn­um að því,“ seg­ir hann. Þröst­ur seg­ir að taf­ir hafi orðið á þeirri fyr­ir­ætl­an af ýms­um ástæðum. „En núna sjá­um við fram á að svo verði. Ekki síst vegna þarfar á meiri skógi til kol­efn­is­bind­ing­ar. Þá koma upp þess­ar hug­mynd­ir um friðlýs­ingu og ef hún [þ.e. Vatns­horns­brekk­an] er friðlýst verður ekk­ert gróður­sett því friðlýs­ing hef­ur það í för með sér,“ seg­ir Þröst­ur.

Hann seg­ir að brekk­an sé rýrt land og rofið að tals­verðu leyti. Eft­ir friðun frá beit hafi hún aðeins bragg­ast en gróður sé þar enn rýr. Það sem hef­ur bragg­ast sé helst mosi og tals­vert sé af hon­um í brekk­unni.

Að sögn Þrast­ar er sjálfs­sán­ing frá Vatns­horns­skógi inn eft­ir brekk­unni og Skóg­rækt­in mundi að sjálf­sögðu virða hana.

„Við mynd­um ekki gróður­setja barr­tré al­veg að birki­skóg­in­um. Það yrði svæði sem Vatns­horns­skóg­ur fengi að sá sér út í. Sú sjálfs­sán­ing er alls ekki mik­il og frek­ar gis­in. Það er mjög lítið af nýj­um ung­plönt­um. Það birki sem er þarna hef­ur vaxið upp af leif­um sem voru bún­ar að koma sér fyr­ir í jarðveg­in­um áður en þetta var friðað fyr­ir beit. Svo þegar það var friðað fyr­ir beit fékk það að vaxa upp,“ seg­ir Þröst­ur sem þekk­ir svæðið vel. 

Spurður út í hvers vegna Skóg­rækt­in vilji gróður­setja barr­tré en ekki birki í brekk­unni seg­ir hann ástæðuna meðal ann­ars vera þá að barr­skóg­ur liggi á aðra hlið brekk­unn­ar en birki hinum meg­in. Hug­mynd­in sé að láta þess­ar tvær teg­und­ir mæt­ast í brekk­unni.

Þröst­ur seg­ir að ekki sé bara verið að tala um að gróður­setja barr­tré á þessu svæði held­ur fleiri stór- og fljót­vax­in tré út af mark­miðum stjórn­valda um kol­efn­is­bind­ingu. Það er þre­fald­ur og allt upp í tí­fald­ur mun­ur eft­ir trjá­teg­und­um hversu mik­il kol­efn­is­bind­ing­in er, svo sem vegna vegna vaxt­ar­hraða og end­an­legr­ar stærðar.

„Með birki er að nást bind­ing upp á 1-2 tonn af kolt­ví­sýr­ingi á hekt­ara á ári á meðan með stafaf­uru er hægt að ná 10 tonn­um og 20 tonn­um með Ala­ska­ösp. Þetta er ástæðan. Praktísk ástæða sem orðin brýnni núna en áður vegna loft­lags­breyt­inga.“ 

Hvað á að ráða?

Þröst­ur seg­ir að það sé mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar að friðlýsa land á sama tíma og það sé mark­mið henn­ar að rækta skóg og binda kol­efni. Hvað á að ráða? spyr Þröst­ur.

„Einu rök­in fyr­ir því að friðlýsa þessa brekku voru þau að það væri svo flott að tengja svæðin – að vera með eitt friðlýst svæði,“ seg­ir Þröst­ur og að með því yrði til lands­lags­heild. Friðlýs­ing breyt­ir engu þar um seg­ir Þröst­ur. Hvað er lands­lags­heild og hvað er sam­eig­in­legt með birki­skóg­in­um og vot­lendi Fitja­ár? Það er nátt­úru­lega tvennt ólíkt seg­ir Þröst­ur.

„Þetta er mósaík­lands­lag, það er vot­lendi í botn­in­um, skóg­laus brekk­an, birki­skóg­ur og ræktaði skóg­ur­inn, sama hvað er gert þarna,“ seg­ir hann og vís­ar þar til þess að friðlýs­ing muni ekki breyta því mósaík­lands­lagi. Hann bend­ir á að fyr­ir ofan Vatns­horn­sjörðina er skóg­laust land líkt og víðar í Skorra­dal.

„Ástæðan fyr­ir því að við vild­um ekki friðlýsa var sú að okk­ur fund­ust rök­in fyr­ir friðlýs­ingu ann­ars veg­ar ekki sterk, það er eng­in rök, og hins veg­ar að við erum með áform um að rækta þarna skóg. Friðlýs­ing á land­inu myndi trufla þau áform og okk­ar rök eru loft­lags­vernd­arrök fyrst og fremst,“ seg­ir hann. 

Lúpína kæf­ir lág­gróður

Þor­vald­ur Örn Árna­son, formaður Sjálf­boðaliðasam­taka um nátt­úru­vernd (Sjá), seg­ir að með því að friðlýsa allt svæðið, það er að bæta Vatns­horns­brekk­unni við, verði sérstaða þess tryggð, bæði vot­lendi og brekk­unn­ar þar sem lág­vaxið kjarr er að finna, svo sem birki og víði.

Jafn­framt sé þetta gott berja­land en með því að planta þarna barr­trjám og leyfa lúpínu að vaxa frjálst muni frá­bært berja­land spill­ast eins og víða í ná­grenni jarðar­inn­ar seg­ir Þor­vald­ur í sam­tali við mbl.is. Reynsl­an sýni að þrátt fyr­ir að há­vaxn­ari tré nái að vaxa upp úr lúpín­unni þá eigi það ekki við um lág­vaxn­ari gróður sem kafni und­ir lúpínu­breiðunni.

„Þetta er lítt snortið og um leið fjöl­breytt land; vatn, á, vot­lendi og fjalls­hlíð með nátt­úru­leg­um gróðri. Til dæm­is hef­ur birkið náð sér vel á strik þarna eft­ir að girt var fyr­ir sauðfjár­beit fyr­ir um það bil tveim­ur ára­tug­um,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Spurður út í um­mæli Þrast­ar um að sjálfsprottna birkið sé ekki nýtt held­ur gam­alt seg­ist Þor­vald­ur ekki hafa lagst í ald­urs­grein­ingu á birk­inu sem er sjálfsáð en miðað við stærð og þroska þess þá er það frem­ur nýtt.

Sjá eru meðal þeirra sem lögðu fram at­huga­semd við friðlýs­ing­una og benda á að í aðal­skipu­lagi Skorra­dals­hrepps er allt land Vatns­horn­sj­arðar­inn­ar skil­greint sem nátt­úru­vernd­ar­svæði og mörkuð sú stefna að vinna að stækk­un friðlands birki­skóga­vist­kerf­is er taki til allr­ar jarðar­inn­ar Vatns­horns fyr­ir utan einkalóðir vest­ast í land­inu.

Fyrr á þessu ári staðfesti ráðherra ákvörðun hrepps­ins um að gera svæði í fram-Skorra­dal að vernd­ar­svæði í byggð og eru þjóðleiðirn­ar Síld­ar­manna­göng­ur og Kross­hóla­gata, hluti þess eins og hér kom fram að fram­an.

Sjá tek­ur und­ir stefnu Skorra­dals­hrepps um að friðlýsa alla jörðina bæði vegna nátt­úru- og menn­ing­ar­minja.

„Við leggj­um til að hlíðin aust­an við friðland Vatns­horns­skóg­ar út að mörk­um Bakka­kots verði einnig friðuð og tengi þannig fyr­ir­hugað vot­lend­is­friðland því friðlandi sem fyr­ir er í Vatns­horns­skógi. Slíkt sam­fellt friðland myndi hafa meira gildi en ef þessi tvö friðlönd verða ótengd og þrengt verði að þeim með áber­andi og ágeng­um teg­und­um eins og barr­trjám og lúpínu,“ seg­ir í at­huga­semd Sjá. 

Hvönn yf­ir­taki lúpín­una

Skóg­rækt­in byrjaði að dreifa Alaskal­úpínu í fram-Skorra­dal fyr­ir um hálfri öld að sögn Þor­vald­ar og hún vaxi nú nán­ast um­hverf­is allt vatn og sé byrjuð að sækja í friðaðan birki­skóg­inn.

Þröst­ur seg­ir það rétt að lúpína sé á svæðinu og að ekki sé unnið að því að hefta út­breiðslu henn­ar af þeirri ein­földu ástæðu að hún sé lítið að breiðast út.

„Lúpín­an er í vatns­bökk­um Fitjár og hún hef­ur ekki breiðst inn í Fitja­ár­inn­ar sjálf­ar, það er staðar­eng­in sem er einkum verið að friða,“ seg­ir skóg­rækt­ar­stjóri.

Hann seg­ir að komið sé mikið af hvönn kom­in inn á svæði þar sem lúpín­an er og að hvönn­in  muni taka yfir lúpín­una.

„Þar sem hvönn­in er inn­lend jurt hef­ur eng­inn neitt á móti henni. Lúpín­an er með strönd Skorra­dals­vatns. Þetta er mal­ar­strönd og lúpín­an á til­tölu­lega auðvelt með að koma sér fyr­ir þar. Hún hef­ur breiðst út meðfram Fitjaá en hún hef­ur lítið sem ekk­ert breiðst upp í brekk­una því lúpína breiðist hægt upp í móti,“ seg­ir Þröst­ur.

Að hans sögn er lúpín­an einnig neðst í Vatns­horns­skógi, meðfram veg­in­um sem ligg­ur meðfram strönd vatns­ins. „Lúpín­an er í fjör­unni en ekki uppi í skóg­in­um þar sem hún þolir ekki skugga. Strax og skóg­ar eru sæmi­lega þétt­ir þá hverf­ur lúpín­an úr landi auk þess sem hún hjálp­ar trján­um að vaxa með áburðagjöf sinni. Við lít­um ekki á lúpínu al­mennt sem það vanda­mál sem sum­ir telja hana vera,“ seg­ir Þröst­ur.

„Við lít­um ekki á  hana sem vanda­mál í Skorra­dal og sjá­um ekki að hún rýri gildi svæðanna til friðlýs­ing­ar. Þetta er bara planta og ef hún rýr­ir gildi svæðanna þá er það eitt­hvað sem er í koll­in­um á fólki af því að það er á móti út­lensk­um plönt­um,“ seg­ir Þröst­ur. 

Hluti af fyr­ir­huguðu friðlýs­ing­ar­svæði er í landi Vatns­horns og Skóg­rækt­in styður það enda sé það nátt­úrfars­lega áhuga­vert svæði seg­ir Þröst­ur. „Það er svæði sem er þess virði að friðlýsa en skóg­lausa brekk­an – það er ekk­ert sér­stakt við hana. Ekk­ert sem er friðlýs­ing­ar­vert.

Við stefn­um að því að klæða hana skógi sam­kvæmt góðu skóg­rækt­ar­skipu­lagi. Það hef­ur ekki í för með sér þétta gróður­setn­ingu á ein­hverri einni teg­und, barr­tré, í all­ar brekk­una. Það verður bland af teg­und­um og verður skipu­lagt í heild. Það verður skilið eft­ir veru­legt svæði af brekk­unni ná­lægt birki­skóg­in­um sem hann fær að breiðast út í. Við höf­um ekki gert áætl­un enn þá en hún verður að sjálf­sögðu kynnt þegar þar að kem­ur. Með slík­um áætl­un­um erum við alltaf að ná fram ein­hverj­um mark­miðum. Svo sem kol­efn­is-, fram­leiðslu-, nátt­úru­vernd­ar- og forn­leifa­mark­miðum,“ seg­ir Þröst­ur.

Þekkt­ar göngu­leiðir á svæðinu

Um Vatns­horn liggja eins og áður sagði göngu­leiðin Síld­ar­manna­göt­ur og seg­ir Þröst­ur eng­ar áætlan­ir um að eyðileggja stíg­inn held­ur frek­ar að halda hon­um við og merka hann sem ekki er í dag. 

Svæðið sem var skráð sem vernd­ar­svæði í fe­brú­ar eru heima­tún bæj­anna Háa­fells, Fitja, Sarps, Efsta­bæj­ar, Bakka­kots og Vatns­horns. Einnig nær vernd­in til gömlu þjóðleiðanna sem liggja um lönd fyrr­greindra bæja. Um er að ræða forn­ar þing­leiðir, bisk­upa- og presta­leiðir m.a. tengd­ar Fitja­kirkju og Þing­völl­um, gaml­ar ver­leiðir milli lands­hluta og leiðir til aðdrátta sem lengst af lágu til Hval­fjarðar.

Þor­vald­ur seg­ir mik­il­vægt að tryggja áfram að göngu­leiðirn­ar verði óraskaðar og það sé ekki óskastaða að þær endi inni í barr­skógi eða í gegn­um lúpínu­breiður.

Síld­ar­manna­göt­ur eru göm­ul þjóðleið úr Skorra­dal yfir Botns­heiði í Botns­dal í Hval­f­irði. Varða fyr­ir ofan heima­túnið í Vatns­horni mark­ar upp­haf leiðar­inn­ar frá Skorra­dal. Leiðin er tal­in draga nafn sitt af því að hún var far­in í tengsl­um við síld­ar­veiðar í Hval­f­irði og kem­ur fram í Harðar­sögu og Hólm­verja. Leiðin teng­ist Skorra­dals­meg­in áfram yfir dal­inn frá Vatns­horni að Fitj­um og áður fyrr hef­ur verið notað til þess Ferðamanna­vað svo­kallað sem ligg­ur yfir Fitjá.

Vörður við Síld­ar­manna­götu voru end­ur­hlaðnar um alda­mót­in og er leiðin í dag vin­sæl göngu­leið. Leiðin ligg­ur yfir Botns­heiði um holt og yfir mýr­ar um 12 km frá Vatns­horni í Hval­fjörð. Á leiðinni má m.a. sjá Tví­vörður uppi á Botn­heiði sem eru gaml­ar landa­merkja­vörður, stór og mik­il mann­virki með mikið varðveislu- og kynn­ing­ar­gildi, seg­ir í verndaráætl­un sem unn­in var fyr­ir Skorra­dals­hrepp.

Kross­hóla­göt­ur eru forn sam­göngu­leið sem lá frá Fitj­um í Skorra­dal yfir að Snart­ar­stöðum í Lund­ar­reykja­dal og áfram að Lundi. Leiðin ligg­ur meðfram Skorra­dals­vatni að Háa­felli þar sem leiðin held­ur áfram upp eft­ir mal­ar­hryggn­um. Nærri leiðinni upp á hrygg­inn aðeins neðar í hlíðinni eru mann­vist­ar­leif­ar um mögu­lega sela­byggð, sem hafa mikið rann­sókn­ar­gildi. Síld­ar­manna­göt­ur og Kross­hóla­göt­ur eru báðar hluti af leið frá Bæ að Skál­holti sem kölluð hef­ur verið ís­lenska píla­gríma­leiðin eða Jak­obs­veg­ur Íslands að því er seg­ir í til­lögu sem Alta vann og er unn­in út frá leiðbein­ing­um Minja­stofn­un­ar Íslands um vernd­ar­svæði í byggð. 

Alta er ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í skipu­lagi og byggðaþróun, grein­ingu lands og bú­setu, stefnu­mót­un og verk­efn­is­stjórn­un.

Úrvinnsla at­huga­semda stend­ur nú yfir hjá Um­hverf­is­stofn­un en unnið er úr þeim öll­um í sam­vinnu við sam­starfs­hóp sem skipaður var vegna und­ir­bún­ings friðlýs­ing­ar­inn­ar. Niður­stöður úr­vinnsl­unn­ar verða birt­ar í grein­ar­gerð sem birt verður op­in­ber­lega á heimasíðu Um­hverf­is­stofn­un­ar og send ráðherra ásamt öðrum gögn­um í tengsl­um við friðlýs­ing­una.

Ekki ligg­ur fyr­ir ákveðin tíma­setn­ing um hvenær áætlað er að vísa til­lögu að friðlýs­ingu máls­ins til ráðherra en það verður gert þegar unnið hef­ur verið úr öll­um at­huga­semd­um í sam­vinnu við sam­starfs­hóp um und­ir­bún­ing friðlýs­ing­ar­inn­ar. Ætla má að það verði fljót­lega eft­ir að sum­ar­fríi lýk­ur seg­ir Hild­ur. 

mbl.is sótt 19/08/2020