Myndin hér sýnir hluta af niðurstöðum nýrrar greiningar Samorku um orku- og aflþörf fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi fyrir árið 2030. Mynd: Samorka

Opinn ársfundur Samorku verður haldinn í dag 08/09/2020. Fundurinn hófst klukkan níu og er í beinni útsendingu á Vísi.

Efni fundarins eru orkuskipti frá hinum ýmsu hliðum. Hvað þarf til að ná fram þeim orkuskiptum sem til þarf fyrir árið 2030? Hvað þarf til að skipta alveg út jarðefnaeldsneyti fyrir okkar endurnýjanlegu orkugjafa? Hver er framtíðin í orkuskiptum á hafi og í flugi?

Þetta er á meðal þess sem fjallað verður um á fundinum en í tilkynningu frá Samorku segir að orkuskipti í samgöngum séu mikilvægur hluti af því að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn.

Horfa má á fundinn hér og hér fyrir neðan má sjá dagskrá fundarins.

Dagskrá:

09.00 – Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, býður gesti velkomna

09.05 –  Ávarp ráðherra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

09.15 –  Fyrstu og önnur orkuskiptin 

Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Samorku

09.30 –  Þriðju orkuskiptin: Innviðir og orkuþörf 

Auður Nanna Baldvinsdóttir og Sigurjón Kjærnested, orkuskiptahóp Samorku

10.00 –  Framtíðarþróun samgangna

Colin McKerracher, Bloomberg New Energy Finance

10.20 –  Orkuskiptin eru hagkvæm 

Ingvar Freyr Ingvarsson, Samorku

10.40 –  Svona hleður landinn: Niðurstaða rafbílarannsóknar Samorku 

Scott Lepold, GEOTAB og Kjartan Rolf Árnason, orkuskiptahóp Samorku.

11.20 –  Framtíð orkuskipta á hafi: Electric Port Study 

Caroline Kamerbeek, DNV-GL

11.40 –  Framtíð orkuskipta í flugi 

Olav Mosvold Larsen, Avinor

12.00 –  Græn orka verður grænt eldsneyti 

Morten Stryg, Dansk Energi

visir.is sótt 08/09/2020