All­ar plast­flösk­ur sem notaðar eru und­ir drykkjar­föng hjá Ölgerðinni verða fram­veg­is úr 50% end­urunnu plasti til að gera fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins um­hverf­i­s­vænni og grænni. Með því að taka í notk­un end­urunnið plast verður til eft­ir­spurn eft­ir plasti í end­ur­vinnslu og þannig skap­ast hringrás plastefna sem trygg­ir betri nýt­ingu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ölgerðinni, sem fékk verk­fræðistof­una Eflu til að reikna út kol­efn­is­los­un mis­mun­andi umbúðagerða. Niður­stöður voru þær að inn­lend fram­leiðsla á drykkjar­vör­um er mun um­hverf­i­s­vænni en en er­lend fram­leiðsla hvað varðar kol­efn­is­los­un og mun­ar að meðaltali um 400%.

Hvet­ur neyt­end­ur til að skila umbúðum til end­ur­vinnslu

Það kom einnig í ljós að sú umbúðagerð sem fel­ur í sér minnstu los­un kol­efn­is er plast­flaska sem unn­in er úr end­urunnu plasti. Ölgerðin stefn­ir að því að vör­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafi sem minnst áhrif á um­hverfið og kynn­ir því til leiks þá umbúðaein­ingu sem fel­ur í sér minnstu los­un kol­efn­is­loft­teg­unda. 

Á sama tíma og Ölgerðin skipt­ir í end­urunnið plast er stöðugt verið að leita leiða til að minnka umbúðanotk­un og ný tækni ger­ir fyr­ir­tæk­inu kleift að létta flösk­urn­ar sem notaðar eru. Sú breyt­ing sem gerð er núna mun minnka plast­notk­un um 30 tonn á ári.

Ölgerðin hvet­ur alla neyt­end­ur til að skila umbúðum til end­ur­vinnslu og koma þannig í veg fyr­ir meng­un sem staf­ar af plasti.

Skýrsla Eflu.

mbl.is sótt 19/09/2020