Sólmar Marel fjölyrki er mikil áhugamanneskja  um mannlífið, atvinnulífið, stöðu fjölyrkja  (öryrkja) um tungumálið okkar og orðræðuna  um stöðu minnihlutahópa í samfélaginu.  

Umræðan um stöðu öryrkja (fjölyrkja) í  samfélaginu er neikvæð, sérstaklega þegar  horft er til lítillar atvinnuþátttöku þeirra  á vinnumarkaði. Bæði vegna fordóma,  fyrirkomulags bótagreiðslna og skorts á  tækifærum á vinnumarkaði.  

Sólmar Marel fjölyrki, ber nafn sem  kyngreinir ekki persónuna þar sem bæði nöfnin eru gjaldgeng fyrir konur og karla. Samfélag  sem mismunar einstaklingum eftir efnahag og  þar sem fordómum er leyft að þrífast missir af  hæfileikum og sköpunarkrafti þeirra sem búa  við fötlun og skerðingar hverskonar. 

Sólmar Marel fjölyrki, vinnur að því að brjóta  upp þessa ímynd. Hann er hvetjandi og leiðandi  í að skapa jákvæða umræðu og byggja upp nýja  ímynd og sýn á getu, hæfileika og framlag fólks í  þessari stöðu í samfélaginu. 

Nauðsynlegt er að atvinnulífið og fjölyrkjar,  snúi sér í sömu átt að þeim möguleikum sem  felast í ólíkri lífsreynslu og bakgrunni, því hvert  og eitt okkar skiptir máli, sem heild. Öll erum  við einstök þó ólík séum.  

Sólmar Marel byrjar hvern dag á eftirfarandi:.  „Ég skipti máli þegar ég er einn af ykkur.  

Sólmar Marel ákvað því að gefa út litla verkefnabók er fyrir þig til að  skapa og búa til „ný störf “ og leika þér með  ímyndunaraflið og fallegu starfsheitin okkar, þú manst við erum í þessu saman. 

Ávinningur umræðu um getu og framlag  fjölyrkja (öryrkja) til samfélagsins dregur úr  fordómum og eflir sjálfstraust og sjálfsmynd  fólks í þeirri stöðu. 

Umræðan og aðgerðir geta klárlega verið  atvinnurekendum hvatning til að virkja og  nýta mannauð fjölyrkja (öryrkja) betur, þannig  fellur hún afar vel að samfélagslegum ávinningi  heildarinnar.  

Við erum samfélag allra.