Raf­magn upp­fyll­ir nú 83% af orkuþörf fisk­mjöls­verk­smiðja hér á landi og stefnt er að enn hærra hlut­falli á næstu árum. 

Hlut­fall raf­magns var 75% fyr­ir átak Lands­virkj­un­ar og Fé­lags ís­lenskra fisk­mjöls­fram­leiðandi sem hófst árið 2017. 

Hlut­fall raf­magns í orku­kaup­um fisk­mjöls­verk­smiðja hef­ur þannig farið sí­vax­andi og hef­ur á tíma­bil­inu 2017 til 2019 sparað brennslu á 56,5 millj­ón lítr­um af olíu eft­ir því sem fram kem­ur í til­kynn­ingu. 

Við þetta minnkaði kol­efn­is­los­un fisk­mjöls­verk­smiðjanna um 168 þúsund tonn, en það jafn­gild­ir akstri 36.295 fólks­bíla á einu ári. 

Fisk­mjöls­fram­leiðend­ur hafa lengi stuðst við bæði olíu og raf­magn í fram­leiðslu sinni og keypt svo­kallað skerðan­legt raf­magn. Fram­boð á slíku raf­magni er hins veg­ar tak­markað og því hafa fram­leiðend­ur fisk­mjöls þurft að reiða sig einnig á olíu, með til­heyr­andi meng­un. 

Árið 2017 lýstu Lands­virkj­un og FÍF (Fé­lag ís­lenskra fisk­mjöls­fram­leiðenda) því yfir að orku­fyr­ir­tækið myndi auka fram­boð á skerðan­legri raf­orku eft­ir föng­um, en olía yrði áfram vara­afl­gjafi fisk­mjöls­fram­leiðenda. Þá bauð Lands­virkj­un smá­söl­um á raf­orku­markaði að semja til lengri tíma en áður vegna áfram­sölu til fisk­mjöls­fram­leiðenda. Það varð fisk­mjöls­verk­smiðjum hvati til að ráðast í þær fjár­fest­ing­ar sem þurfti til að keyra fram­leiðsluna á raf­magni.

Vel hef­ur gengið að fylgja þessu eft­ir og hafa Lands­virkj­un og FÍF því aft­ur lýst yfir að sams­kon­ar fyr­ir­komu­lag gildi til næstu þriggja ára. 

mbl.is sótt 24/06/2020