Aðgerðir sem miða að því að koma efna­hagn­um til bjarg­ar í heims­far­aldri eru víða um heim veru­lega óum­hverf­i­s­væn­ar. Inn­an að minnsta kosti 18 stærstu hag­kerfa heims stjórn­ast efna­hagsaðgerðirn­ar af eyðslu sem hef­ur slæm áhrif á um­hverfið, t.d. íviln­un­um fyr­ir olíu­fyr­ir­tæki eða önn­ur fyr­ir­tæki sem skilja eft­ir sig stór kol­efn­is­spor. Þetta kem­ur fram í nýrri grein­ingu Guar­di­an

Horf­ur á alþjóðleg­um græn­um bata í far­aldr­in­um eru því hverf­andi en víða um heim dæla ríki pen­ing­um í at­vinnu­grein jarðefna­eldsneyt­is til að koma í veg fyr­ir hrika­leg­an sam­drátt.

Á meðan tekst ríkj­um heims ekki að upp­fylla lof­orð sín um kol­efn­is­hlut­leysi og eru aðeins örfá af helstu ríkj­um heims sem verja pen­ing­um í kol­efn­isminni aðgerðir eins og end­ur­nýj­an­lega orku, raf­knú­in öku­tæki og ork­u­nýtni.

Kína stend­ur sig verst

Aðeins fjög­ur helstu ríki heims, Frakk­land, Spánn, Bret­land og Þýska­land, ásamt Evr­ópu­sam­band­inu gera ráð fyr­ir aðgerðum sem skila raun­veru­leg­um ávinn­ingi fyr­ir um­hverfið, sam­kvæmt grein­ing­unni. 

Evr­ópu­sam­bandið er fremst í flokki hvað þetta varðar og ætl­ar sér að verja 30% af end­ur­heimt­ar­sjóði í græn­ar lausn­ir. 

Kína er það land sem virðist ætla að láta minnst í um­hverf­i­s­væn­ar lausn­ir en aðeins 0,3% af þeirra pakka fyr­ir efna­hags­bata eru ætluð græn­um verk­efn­um. Fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um var rétt um 1% af til­kynnt­um út­gjöld­um til bjarg­ar efna­hagn­um af græn­um toga. Joe Biden, ný­kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur þó sagst ætla að breyta um stefnu hvað það varðar. 

mbl.is sótt 9/11/2020