Fæðuöryggi, orkuskipti og aðfangamál

mynd: Guðrún Pétursdóttir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson birtist í Bændablaðinu 24. október 2022 Málþingið Græn framtíð var haldin á Hilton Reykjavik Nordica, föstudaginn 14. október frá kl. 10–12. Það voru Bændasamtök Íslands sem blésu til málþingsins, sem markaði upphafið á degi landbúnaðarins. Síðar um daginn var landbúnaðarsýningin Íslenskur landbúnaður sett í Laugardalshöll, sem stóð yfir alla helgina. Húsfyllir var […]

Staðreyndir og orkuskipti

mynd: Guðrún Pétursdóttir

Birtist í leiðara Viðskiptablaðsins 23. otkóber 2022 Útflutningur raforkunnar er í formi áls, kísils og járnblendis og skapar Íslandi gjaldeyristekjur. Þessi sami gjaldeyrir gerir okkur kleift að kaupa innfluttar vörur. Í vikunni var skýrsla verkfræðistofunnar Eflu um orkuþörf Íslendinga í ljósi áforma um orkuskipti kynnt. Efla vann skýrsluna fyrir Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Samorku. Í […]

Setja á fót Norðurslóða – fjárfestingarsjóð

Arion banki, Pt. Capital og Guggenheim Partners standa að baki fyrirhugaðs fjárfestingarsjóðs sem mun einblína á fjárfestingar á Norðurslóðum. Grein úr Viðskiptablaðinu birt 17.10. 2022 Á Hringborði Norðurslóða (e. Arctic Circle) um helgina tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, að komið hafi verið á fót vinnuhópi í kringum fyrirhugaða fjárfestingarsjóðinn Arctic Investment Partners (AIP) […]

Tvöföldun í fiskeldi milli ára

fyrir athygli

Útflutningsverðmæti 5 milljarðar í september Grein úr Viðskiptablaðinu -Fiskifréttir birt þann 18. október 2022 Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 5 milljörðum króna í september. Á þann kvarða er um stærsta septembermánuð frá upphafi að ræða. Á fyrstu 9 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti eldisafurða komið í rúma 33,4 milljarða króna, sem einnig er met. Það er um 22% […]

Losun frá jarð­varma­stöðvum Lands­virkjunar fer minnkandi ár frá ári

jarðvarmi

Jóna Bjarnadóttir skrifar á visir.is 18/08/2021 Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Við hjá Landsvirkjun tökum þetta markmið alvarlega, en við viljum gera enn betur og höfum einsett okkur að árið 2025 verði losun frá jarðvarmavinnslu […]

30 vörubílar á dag og loftslagsmálin

Hafursey

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is) á mbl.is birt 16/08/2021 Morgunblaðið greindi frá því um helgina að fyrirhugað er að ráðast í mikið vikurnám við Hafursey á Mýrdalssandi. Þegar vinnslan verður komið í fullan gang verða flutt út um milljón tonn af vikri á ári. Umfangið er gífurlegt og af allt annarri stærðargráður en útflutningur á Hekluvikri sem […]

Meira þarf til en papparör til þess að bjarga jörðinni

Skiptar skoðanir eru á papparörunum sem tekið hafa við af plaströrum á drykkjarfernum sem og á pappa- og tréskeiðum sem komið hafa í stað plastskeiða. Svo virðist sem fólk skiptist í tvo hópa í umræðunni, annars vegar er hópur sem saknar plastsins og hins vegar er hópur sem fagnar breytingunni vegna jákvæðra umhverfislegra áhrifa. Að […]

Aftakaatburðir verði algengari

mynd: Gunna Péturs

Birtist á mbl.is 09/08/2021 Skýr­ari og ít­ar­legri gögn gefa til kynna að lofts­lags­breyt­ing­ar geri það að verk­um að af­taka­at­b­urðir á borð við ákafari rign­ingu, öfg­ar í hita­bylgj­um og þurrka verði al­geng­ari og af­drifa­rík­ari en áður. Þetta er ein af meg­inniður­stöðum skýrslu milli­ríkja­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar sem kom út í dag.  Skýrsl­an er viðamik­il og […]

Rafmagnið í mikilli sókn

Hlutfall nýskráðra bifreiða sem nýta rafmagn eða blandaða orkugjafa er nú um 65,5% samanborið við 3% árið 2014. Andrea Sigurðardóttir skrifar á vb.is Hlutfall nýskráðra bifreiða sem nýta rafmagn eða blandaða orkugjafa er nú um 65,5%. Þróunin hefur verið hröð, en árið 2014 var hlutfall þeirra um 3%.  Um 7.783 fólksbifreiðar voru nýskráðar á fyrstu […]

Van­nýtt tæki­færi í um­hverfis­málum

Hraðallinn Hringiða miðar að því að á Íslandi rísi stór og stöndug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Andrea Sigurðardóttir skrifar á vb.is Hringiða er viðskiptahraðall í umsjón Icelandic Startups sem ætlað er að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem leysa aðsteðjandi úrlausnarefni í umhverfismálum þannig að þátttakendur verði í stakk […]